Síðasta B.S. prófið á Föstudeginum 13. :S

Styttist í síðasta próf b.s. námsins. Föstudaginn 13.júní. Iðnaðartölfræði.

Ég fór að athuga með að taka prófið fyrr en það er ekki í boði þannig ég verð að bjóða fólki í veislu seinna. Hjá mér er annars nóg að gera í vinnunni og maður er búinn að vera duglegur að slá golfkúlur um allt. Hef ég þá Ásgeir og Garðar mér til aðstoðar í því. Fórum við síðustu helgi í svakkalega póker/matar bústaðaferð. Sögurnar úr þeirri ferð eru aðalega dramatísk atburðarás í tveimur síðustu pókerunum sem gleymist seint. Það voru svo tilþrif á golfvellinum þar sem Garðar var nokkra sentimetra frá því að dælda bíl sem var að keyra þarna í kring eða þegar Pálmi valdi besta staðinn til að pissa á þ.e. uppá hól 5 metra frá þjóðvegi 1. Maturinn var alveg ótrúlega góður grillað lambalæri að hætti húsins og kótiletur í eftirmat. Á meðan á þessari vitleysu stóð hringdi símin og það var Þóra að hringja frá danmörk og bað mig um að millifæra á sig pening. Ég hlýddi bara og sá ekki eftir því fékk alveg rosalega gæjalega skyrtu og stuttbuxur. Þá þarf maður að skella sér aftur í  ítu simulatorinn af héðinsfirði.simulator


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

haha já það er ekkert ókeypis í þessum heimi :)

Þóra (IP-tala skráð) 10.6.2008 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband