Útskriftin

Þá er komið að því á morgun mun ég útskrifast formlega. Nánar tiltekið klukkan 13:00 í háskólabíó. Ég ætla að halda rosalega veislu í tilefni þess í miðtúni 7 frá 18:00 til 21:00 því næst er förinni heitið heim í hvassaleitið og þar tekur við dólgslæti og þess háttar fíflagangur.

Það er kominn spenna í mann!!!


Veiði í Héðinsfirði

 Veiði í Héðinsfirði

Í gærkvöldi þegar Davíð Jóhannsson var við mælingar í Héðinsfirði sá hann útundan sér 3 punda bleikju á svamli í Héðinsfjarðará og að hætti frumbyggja svipti hann upp gps stafnum sem hann var með í hönd sér og skutlaði fiskinn í vatnsborðinu. Árangurinn sést á meðfylgjandi mynd af veiðimanni ásamt afla og veiðarfærum.

 


Siglufjörður og sumarið

Það er kominn vetur þrátt fyrir að það hafi ringt í nótt þá var allt á kafi í snjó í gær.  Í dag var mótið slegið af og lítur fyrsta færan í vegskálanum í Siglufirði bara mjög vel út.  Eins og fallega kærastan mín tók fram þá hef ég verið að vinna í eldhús framkvæmdum síðan um miðjan ágúst og tók það rúmlega mánuð. Inní því var rif á eldhúsinnréttingu, upprif á gólfdúkk, mála, fjarlægja ofn, endurnýja skolplögn, endurnýja heitavatns- og kaldavatnskrana, flot á gólf, hiti í gólf, flísalagnir, endurnýjun á rafmagnstenglum, gatið inní eldhús var stækkað og fært, nýtt eldhús set saman og því komið fyrir. Þetta lítur rosalega vel út við erum kominn með uppþvottavél núna sem er algjör lúxus. Þetta breyttir öllu.

Ég var á Hvannadalsbræðrum sem taka nafn sitt frá gamalli byggð úr Héðinsfirði. Þetta var mjög  skemmtilegt algjör snild. Maður lá í hláturskasti allan tíman.

Það verður fínt að komast heim á miðvikudaginn svona úthaldsvinna alltof langur tími fyrir mig. Ég orðin rosaleg félagsvera.  Þetta eru samt rosalega fínir kallar sem maður er að vinna með algjörir vinnuboltar.


Þá er sumar dvalanum lokið.

Jæja nú hef ég ákveðið að vakna úr sumar dvalanum líkt og fönix. Líkt og fönixinn þá kem ég tvíefldur inní veturinn. Þessu vetur verður með öðru sniði en undanfarin ár því í ár mun ég aðeins vinna og reyna að rétta við fjárhaginum eftir þessa löngu skólagöngu sem er nær því að enda. Það er svo spurning hvort farið verður út í meistaranámið á næsta ári eða þar nææsta ári. Ég ætla að láta gengi krónunar ráði því hvort það verður.

Eins og er vinn ég við Héðinsfjarðargöngin fyrir norðan og hér er gott að vera rólegt og bara vinna. Það versta er auðvita að vera fjarri henni Þóru,fjölskyldu og vinum. Það eru fínir kallar á svæðinu sem eru í sama pakka og við reynum að skemmt hvor öðrum. 

Af framkvæmdunum er hægt að segja að fyrsta færan í vegskálanum í siglufirði verður steypt í dag. Þrifalagið er komið undir allan skálan í siglufirði undirstöður hafa verið steyptar á rúmlega tvo þriðju af þrifalaginu. Verið er að grafa fyrir undirstöðum í Héðinsfirði, ásamt því að verið er að keyra í undirfyllinguna.

Það er svo árshátið á spáni í nóvember og það verður fínt að komast í sólina þá. Jæja segi þetta gott í bili.


Maturinn á Holtinu

Jæja það er næstum vika síðan ég borðaði á Holtinu en ég gleymi því aldrei. Við byrjuðum á því að velja okkur rauðvín af risa vínmatseðli. Ég ákvað að taka 2002 Chatau Rauðvín frá bordaux héraðinu í Frakklandi. Við vorum ekki illa svikin með það alveg rosalega gott vín. Í fyrsta rétt af fjórum fengum við okkur sveppa og  hnetu súpu með anda pate og hrá bleikju. Allt alveg rosalega gott. Í forrét fengum við okkur humarsúpu með koníaks marenöruðum humar sem líka var ótrúlega gott. Í Aðalrétt fengum við Folaldakjöt í skeifukasti borið fram beð grænmetisgarði og dressað með mintusósu alveg ótrúlega gott. Í eftirrétt var svo exotic ávextir með sítrónusorbet. Þetta var eins og í draumi þjónustan alveg ótrúlega fín og farið var með okkur eins og kóngafólk. Það var ekki hægt að sjá eftir krónu eftir þessa upplifun.

Upplifunin var svo öðruvísi en maður á að venjast að Þóra t.d. hvíslaði fyrsta korterið. Ég get nú lítið hlegið að því þar sem ég þagði fyrsta korterið :)  Þetta er eitthvað sem við eigum seint eftir að gleyma.

Davíð kveður fær vatn í munn þegar hann rifjar þetta allt upp. 


B.S. Iðnaðarverkfræði

Þetta er fokking geðveikur dagur í dag!!

Þá er þessu lokið 7 í Iðnaðartölfræði og hæstur. Flott að enda þetta með style. Ég ætla að halda uppá þetta með því að fara út að borða á hótel holt á morgun með Þóru. 

Það er bara allt að gerast!! 


Þrettándi..

Jæja Prófið gekk alveg ljómandi.

Eftir prófið fórum við Þóra í tjaldferð til Þingvalla. Þar gengum við um alla vellina í 15-18 stiga hita. Á laugardeginum var svo farið að veiða í þingvallarvatni en aflinn er ekki til frásögu færandi. Við keyrðum líka þarna allt í kring uppá hóla og hæðir á sportageinum. Ef einhver sem er að lesa þetta var staddur á Þingvöllum þessa helgi þá vorum við parið sem skreið eftir grasinu með myndavélina að taka mynd af blómum náðum alveg rosalega flottum myndum af gróðrinum á þingvöllum. 

Á 17.júní var svo farið á Álftanesið eins og venjan er því miðbær rReykjavíkur er alltof mikið hnoð fyrir mann eins og mig.  Dagurinn var svo endaður með heimsókn til ömmu og afa og ræddum við vandamál líðandi stundar.

blómbíbí veiðikona


Síðasta B.S. prófið á Föstudeginum 13. :S

Styttist í síðasta próf b.s. námsins. Föstudaginn 13.júní. Iðnaðartölfræði.

Ég fór að athuga með að taka prófið fyrr en það er ekki í boði þannig ég verð að bjóða fólki í veislu seinna. Hjá mér er annars nóg að gera í vinnunni og maður er búinn að vera duglegur að slá golfkúlur um allt. Hef ég þá Ásgeir og Garðar mér til aðstoðar í því. Fórum við síðustu helgi í svakkalega póker/matar bústaðaferð. Sögurnar úr þeirri ferð eru aðalega dramatísk atburðarás í tveimur síðustu pókerunum sem gleymist seint. Það voru svo tilþrif á golfvellinum þar sem Garðar var nokkra sentimetra frá því að dælda bíl sem var að keyra þarna í kring eða þegar Pálmi valdi besta staðinn til að pissa á þ.e. uppá hól 5 metra frá þjóðvegi 1. Maturinn var alveg ótrúlega góður grillað lambalæri að hætti húsins og kótiletur í eftirmat. Á meðan á þessari vitleysu stóð hringdi símin og það var Þóra að hringja frá danmörk og bað mig um að millifæra á sig pening. Ég hlýddi bara og sá ekki eftir því fékk alveg rosalega gæjalega skyrtu og stuttbuxur. Þá þarf maður að skella sér aftur í  ítu simulatorinn af héðinsfirði.simulator


Coke auglýsing?

Maður spyr sig.....

Þegar 5 metra legokallar skolast á land í skotlandi og annað eins í auglýsingaskyni þá veit maður aldrei... 

 

Þatta er samt algjör snild!

Ég vil að ið veiðum dýrið og stoppum það upp og setja á náttúrugripa safn. Fyrst ég má ekki koma og sjá dýrið núna þá vil ég geta skoðað það seinna. 


mbl.is Lögregla á slóðum ísbjarnarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara gleði

7 í varma- og varmaflutningsfræði sem er bara snild. meðaleinkunn 6,1 gleðin er gríðarleg þá er bara að athuga hvort ég geti tekið endurtektina í iðnaðartölfræði eitthvað fyrr og þá næ ég kannski að útskrifast 14.júní.

Það eru samt ekki miklar líkur á því að það sé þannig hef aldrei heyrt af neinum í verkfræðideild sem hefur fengið þetta...... 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband