Fallegt fólk

Sæl öll

Þá er komið að því að ég kvarti. Mér hefur lengi fundist fáránlegt að það sé ekki við hæfi að segja við blá ókunnugt fólk að það sé fallegt. Nú gæti vel verið einhverjir sem hugsa auðvita er það í lagi. Kannski fyrir makalaust fólk en ekki okkur hin. Segjum sem svo að ég væri að labba með Þóru niðrí bæ og svo myndi ég sjá fallegan kvennmann sem væri þá einhver annar kvennmaður en Þóra og ég segji "mér finnst þú falleg" og hald áfram að labba. Ég held að mín myndi kippa sér eitthvað upp við það. Ég hef nú aldrei reynt á þetta og veit ekkert hvernig hún myndi bregðast við. Það er spurning hvort að skiptir máli hvernig kvennmaðurinn lítur út ef hún væri "butt ugly" þá veit hún að ég var ekkert að meina þetta bókstaflega. Það sem ég er að ræða hérna er ekki það að segja við ómyndalegt fólk að það sé fallegt því það gera margir. Ég er líka ekki að tala um að ganga upp að Unni Birnu og segja henni hvað hún er falleg því ég held að hún sé alveg búin að ná því. Ég veit ekki um annað fólk en ég fæ stundum á tillfininguna þegar kvennmaður þarf að heyra að hún sé falleg. Ég hef oft verið niðrí bæ og séð þar fríðan kvennmann kannski dálítið lítil í sér, situr sem 5 hjólið eða jafnvel 7 eða dansar ein meðan vinkona hennar slefar upp í einhvern spaða. Þá finnst mér að einhver ætti að labba til hennar og segja "mér finnst þú falleg" svo bara ganga í burtu. Það sem skilur eftir sig byggist aðalega á þér og getur verið þrennt:

Tell me somthing i dont know!/Oki bara að reyna komast í brókina - Hér telur hún sig of flotta og þarf þess vegna ekki þetta hrós.

Alltaf gaman að heyra þetta - Þetta ættu að vera algengustu viðbrögðin.

Gæti verið að þessi fallegi strákur sé á lausu. - Þetta er það sama og fyrir ofan en makalaust fólk getur gert eitthvað í því við hin verðum bara kurteis og neitum pent.

Ég fæ aldrei leið á að segja við Þóru hvað hún er falleg og hún ekki heldur en þegar ég hef verið að segja þetta við annað kvennfólk þá hef ég oft fengið commentið að ég sé að reyna við viðkomandi. Einhvern tíman sagði ég þetta við manneskju og var að labba í burtu og þá kom vinkona hennar og sagði að hún væri á föstu. Ég útskýrði mál mitt vel og vinkonan var ekkert að hlusta aftur á motí tók upprunalegi viðmælandi minn vel í þetta comment. Ég hef svo heyrt "hef ekki áhuga" sem ég bara skyldi ekki þá og spurði "ekki áhuga á hverju?" hún þagði bara og leit annað. Yfirleit held ég að fólki og þá aðalega kvenfólki líði vel þegar einhver segir að það sé fallegt. Það er dálítið fyndið að hugsa til þess að helmingurinn af heiminum getur ekki sagt að hinn helmingurinn sé fallegur nema fyrri helmingurinn sé annað hvort skildmenni eða reyna að maka sig.

Það er auðvita undartekningar í þessu dæmi mínu og jafnvel margar en yfirleit er þetta skoðun fólks. Þetta er eitt af mörgum dæmum sem rekja má til leiðinlegast galla mannsins "hvað halda allir um mig?". Það er hlutur sem allt fólk lætur stjórnast af og sumir meira en aðrir ræði það seinna.

Jæja í lokin vill ég kvetja alla sem geta að gefa blóð í blóðbankanum á snorrabrautinni ég fór í gær.

Það þarf ekki að kosta peninga að hjálpa öðrum.

Davíð kveður og honum finnst sumir fallegir


Prison break og Southpark

Sæl öll

Þá eru báðir þættirnir sem ég fylgist með byrjaði það eru komnir 3 Prison break og fyrsti Southpark kom í gærkveldi. Ég komst að því að prison break var að byrja bara fyrir þrem dögum og hef ekki horft á einn einasta þátt. Fyrir ykkur sem eru hrifin af southpark þá mæli ég með www.mrtwig.net. Nýjasti þátturinn fjallar um þegar Cartman nýttur þess að vera með tourette en eins og þið vitið þá er það þegar manneskja getur ekki haldið aftur að sér og er fjallað um þegar maður getur ekki hætt að blóta. Ég er núna að sækja southpark þáttinn og er búinn að sækja fyrstu tvo í prison break. Ég hlakka til að koma heim í kvöld......

 Þáttagláparinn kveður.


Þriðjudagsmeiðsli

Sæl öll

Í kvöld var rosalegur fótbolti. Það var ekki eins og spilamennskan hafi verið neit sérstök heldur lenti Gummi í svakkalegu samstuði. Við urðum að bera hann útaf á börum þar sem einhver galdrakarl nuddaði hnéð á honum. Mitt lið tapaði 11 - 10 og ég skoraði ekki nema 1 mark lagði upp 3. Þegar boltanum lauk var Gummi enn ónýttur og varð ég að keyra hann heim og bera hann inn. 

Látu þér batna karl.....

 Sögumaður kveður 


Verkfræði brandari

Sæl öll

Langaði að deila með ykkur verkfræði brandara.

Það voru fjórir verkfræðingar að ferðast saman í bíl: vélaverkfræðingur, efnaverkfræðingur, rafmagnsverkfræðingur og tölvuverkfræðingur. Síðan bilar bíllinn "það hljómar eins og dælibullan hafi brætt úr sér. Við verðum að taka vélinna í sundur áður en við komum bílnum aftur í gang", segir vélaverkfræðingurinn. "Það hljómar eins og einhver drula sé í eldsneytinu. Ég held að við verðum að hreinsa eldsneytið" segir efnaverkfræðingurinn. "Ég held að það hafi eitthvað að gera með jarðtenginguna eða brunnið öryggi" segir rafmagnsverkfræðingurinn. Þeir litu svo á tölvuverkfræðinginn sem sagði ekki orð og spurðu "Hvað heldur þú?". " Umm... getum prófað að fara allir úr bílnum og aftur inn?

Sögumaður kveður


Hautferðin

HaustferðSæl öll

Haustferðin var á föstudaginn. Við byrjuðum á að fara í hellisheiðarvirkjun sem er rosalega flott virkjun. Þegar því var lokið var förinni heitið á tjaldsvæðið hjá þrastarlundi þar sem pylsur voru grillaðar í liði. Þar var líka keppni milli ára í reipitogi og bjórhlaupi svo eitthvað sé nefnt. Auðvita sigraði 3 ár í öllum greinum. Síðan var ákveðið að kíkja í sund hjá kobba kút á Selfossi. Okkur var ekki hleypt inn vegna þess að sumir lyktuðu eins og ÁTVR. Við fórum með viðskiptin á Hverargerði í staðinn. Síðan var farið aftur á Selfoss og skoðað fyrirtækið Set. Þeir buðu okkur í pizzur og bjór sem allir voru ánægðir með. Þeir voru líka búnir að ráða skemmtikraft fyrir okkur sem tókst að fá alla til að dansa og gera sig að fíflum sem er auðvita bara gaman. Þegar fólk var að fara í rútuna byrjaði ég að spjalla við þennan mann. Þá kemur félagi minn og réttir manninum penna og biður hann um að skrifa eiginhandaráritun á hendina mín. Karlinn þræl vanur og það sem eftir var kvöldsins var ég með nanfinð "Jón" á hendinni. Þetta var mjög góð og skemmtileg ferð.

Um kvöldið fór ég heim í strætó til að komast í afmælispartý heima hjá mér.

Sögumaður kveður


Stjórnarformaður

Sæl öll

Það var haldinn húsfundur í gær klukkan 8. Rétt fyrir fundinn fékk ég hringingu frá einum íbúa hússins og spurður hvort ég vildi vera í framkvæmdanefnd fyrir hvassaleiti 12-16 í það var ég alveg tilbúinn. Þetta var svo kveðið á þessum fundinn ásamt því að það á að fara í 16,6 M króna framkvæmd á húsinu. Ég sit í nefndinni með Sighvati, Sigurði og Sverri. Verk nefndarinnar er að fara yfir kostnaðaráætlunina, semja við aðila, vera tengiliður við íbúa og fylgjast með framkvæmdum. Þegar fundinum var ap ljúka vildi Sverrir að nefndin hefði formann þar sem hann nenti ekki mikið að standa í þessu. Þá litu allir á mig og ákveðið var að ég yrði nefndarformaður annan eins titil hef ég aldrei borið. Besti titill sem ég hef haft er kannski ráðuneytisstarfsmaður.

Smá útúrdúr ég er hér að skrifa frá bókasafni VR-2 og á næsta borði heyrast svakkalegar hrottur frá einum nemanda. Vildi bara deila þessu með ykkur því þetta er frekkar fyndið og algengt :)

Formaðurinn kveður


Fyrsti dagurinn hjá Háfelli

Sæl öll

Ég byrjaði í vinnunni í dag. Dagurinn í dag var fínn mæti klukkan 8 og hitti Svenna sem ætlaði að sýna mér á Terramodel sem ég verð að vinna á ,ásamt því að vera í mælingum. Þetta byrjaði vel með kaffi og svo annar og annar á meðan ég las og fiktaði í forritinu. Ég held að ég hafi skvett í mig einhverjum 10 bollum sem er bara fínt. Eftir nokkra leiðsögn og kennslu var mér hent í djúpulaugina og fékk að hanna gögn fyrir ramp sem verður í höllunum. Púsla götunni saman útfrá hæðamælingum setja halla og gera sneiðmyndir. Verkið lauk klukkan 17:00 og var búið að taka mig 5 tíma. Nú er verið að græja vinnuvél með þessu forriti þá get ég unnið við þetta heima. Jæja verð að kíkja í háttinn skóli og bolti á morgun.

 

Sögumaður kveður


Barcelona

BarcelonaSæl öll

 Mig langaði að skrifa um Barcelona ferðina. Ég og Þóra fórum til Barcelona 5.sept og vorum þar í viku á Hótel Mitre. Við lentum klukkan 11 um kvöldið og fórum í leigubíl og beint upp á hótel þar sem við fórum í rúmin. Á þessum stutta kafla var Þóra búinn að ná sér í 20 bækinga um svæðið sem hún kvað vera nauðsynlegt. Næsta dag fórum við niðrí miðbæ borgarinnar þar sem farið var í búð og keyptar stuttbuxur fyrir mig þar sem ég gleymdi að taka með. Við skelltum okkur því næst í "sightseeing bus" og þræddum þessa helstu staði. Við gengum svo eftir römblunni og skoðuðum mannlífið á ströndinni. Um kvöldið var svo borðað á veitingarstað þar sem engin talaði ensku. Við enduðum með að panta pasta fyrir Þóru og ég fékk þurrt svínakjöt og enginn sósa. Næsta dag var farið upp á Tibidabo til að skoða útsýnið yfir borgina. Þar var þessi flotta kirkja ogIMG_2964 ofan á henni er svo stytta fa Jesus en þetta á einmitt að vera minni gerð að þessari stóru sem er í Braselíu. Uppá þessari hæð er einnig skemmtigarður tækin í honum eru mjög í anda tívólísins í hveragerði. Þegar við vorum búin þar fórum við í Barri gothic svæðið sem er í miðbæ Barcelona. Þar er þetta gamla útlit þröngt á milli húsa og miðaldarblær yfir öllu. Þar skoðuðum við þessa frægu kirkju sem stendur í miðju hverfinu. Um kvöldið var svo borðað við smábáta höfnina. Næsta dag fórum við og gengum um Ólympíusvæðið sem er stórt og mjög gaman að skoða þar sáum við líka listasafn Barcelona. Það var svo tekinn púlsinn á búðunum þar sem maður verður nú að eyða smá tíma í það. Við kíktum á Park Guell sem er hannaður af hluta af Gaudí og hann bjó þar. Þetta laugardagskvöld var borðað fyrir 8000 kall sem er ágætis upphæð (skelfiskur og alles). Eftir matinn var farið uppá hótel og tekið á móti Gumma og Huldu. Næsta dag var farið að skoða Sagrada familia sem er hönnuð af Gaudí og eins og margir þekkja á að taka 7 kynslóðir að byggja.IMG_3119 Þetta mannvirki var ástæðan fyrir því að ég fór í þessa ferð og hefur það verið draumur að fá að skoða þetta og þetta var líka eins og maður bjóst við. Best er að lýsa þessu sem súrealískri fegurð. Til dæmis er einn turnin þakkin í stein jarðaberjum og annar í appelsínum sá þriðji í vínberjum. Þótt svo að þetta hafi verið asnalegt þá var þetta samt mjög töff. Þarna vorum við í dágóðan tíma því það var margt að skoða mikið um smáatriði út um allt. Þegar við vorum svo búin að skoða þetta fórum við að græja okkur til uppá hóteli því hugmyndin var að fara og sjá magic fountain. Við fórum á spænska torgið og ákváðum að fá okkur að borða fyrst. Við enduðum á stað þar sem gólfið var í vatnshalla og niðurfall. Þarna var líka sjónvarp þannig maður var eins og heima hjá sér Smile. Eftir að við vorum búin að innbyrða stærstu steikur sem við höfum séð fórum við að sjá magic fountain. Það var alveg ótrúlega flott og það er markmiðið að setja myndband hér inn sem fyrst. Næsta dag varð að splita hópnum konur í búðir karlar að skoða FC Barcelona. Þetta var auðvita mjög flottur völlur og að skoða hann live er náttúrulega bara gaman. Það stóð nú upp úr þegar við heymtuðum mynd af okkur með pappaspjaldi af "Guddy" og sögðum að við værum til í að borga tvöfalt verð. Það var líka mjög gaman að sjá hversu mikið það er verið að troða fólki fyrir.IMG_3295 Það voru til dæmis sæti á vellinum sem voru það léleg að þú sást bara hálfan völlinn. Þá er ég ekki að tala um vallarhelmings skipt ég er að tala um hægri kant og vinstri kant. Um kvöldið var farið á flottasta veitingar stað sem ég hef farið á la fianna. Ég mæli með að fólk sem les smelli á linkinn því ég get ekki lýst þessu í orðum. Því næst kíktum við smá á klúbbanna. Þóra og Hulda fóru svo í sjóinn eins og sést á myndinni til hliðar. Næsti dagur var svo verslunardagur karla í þessari ferð og tók rúmar 30 min að eyða 30000þús sem þykir samt frekkar slappt á mælikvarða karla. Við eyddum svo deginum á ströndinni þar lenti Gummi í því að vera bitinn af marglitu hann fékk nú enga sammúð frá neinum nema mér. Um kvöldið fengum við besta mat ferðarinnar á Taller de tapas. Eftir matinn var farið á Casino og reynt að vinna fyrir verslunarferðinni. Þóra gekk út með 46€ í plús eftir að hafa unið 70€ í rúlletu. Ég endaði í 20€ í tapi. Gummi að sama skapi tapaði sýnum 20€ en Hulda kom og sigraði þetta vann um 110€ en tapaði einhverju aftur og held að hún hafi endað í kringum 80€. Maður hefur heyrt heppinn í spilum óheppinn í ástum. Við vonum bara að þær frétti ekki af þessu og þá alls ekki Hulda Grin. Síðasti dagurin fór bara í gönguferðir og búðaráp. Lentum svo á kalda Íslandi klukkan 3 að nóttu til.

Sögumaður kveður 


Sögur úr skólanum

Sæl öll

Í dag sat ég í efnisfræðitíma í skólanum og bjó mig undir að hlusta á fyrirlestur um togþol efna. Áður en tíminn byrjaði spurði kennarinn hvort það væru einhverjar spurningar sem fólk hefði frá síðasta fyrirlestri. Eins og svo oft þegar þetta gerist þá þegja allir og bíða bara.  Kennarinn endurtekur sig svo "er einhver með spurningu?" þá heyrist í einhverjum spaða "heldur þú að það eigi eftir að fæðast manneskja sem getur synt hraðar en hákarl?". Kennaranum bregður aðeins en segir svo "ég veit það ekki, hvað finnst þér". Spaðinn svarar með hæl " Ég held að það sé ekki séns" kennarinn rosa rólegur spyr "þú verður að rökstyðja það. Það er ekki nóg að svara bara já og nei". Spaðinn greinilega búinn að rannsaka þetta eitthvað segir " Sko, hraðasti 100m sundmaðurinn syndir 25km/klst en hákarl syndir 50km/klst þannig að það er ekki séns.....".

Það er ekkert annað hægt enn að elska svona menn.

 Sögumaður kveður


Fyrsta bloggið

Sæl þið sem hafið áhuga á að lesa.

Ég ætla að gera tilraun til að blogga smá. Mér finnst sem ég verði að blogga ég hef alltof miklar skoðanir og ég nöldra um þær við alltof fáa.

Til að gefa fólki upp stöðuna núna þá er ég að jafna mig eftir vikuferð til barcelona sem var mjög gaman og skemmtileg borg. Ég blogga um það seinna.  Einnig fór ég í ferð norður á héðinsfjörð að skoða framkvæmdir á héðinsfjarðargöngum. Það ferðalag reyndist erfitt fyrir mig þar sem boðið var upp á léttar hressingar of oft í þessari ferð. Eins og flest ykkar þekkja þá er sögumaður í þessu bloggi veikur fyrir fríum veitingum og var orðin frekkar kátur þegar komið var á akureyrar flugvöll. Ég mun blogga um þessa ferð síðar. 

Jæja þarf að snúa mér að námsbókunum aftur stærðfræðin bíður ekki mikið lengur.

Sögumaður kveður

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband