Barcelona

BarcelonaSæl öll

 Mig langaði að skrifa um Barcelona ferðina. Ég og Þóra fórum til Barcelona 5.sept og vorum þar í viku á Hótel Mitre. Við lentum klukkan 11 um kvöldið og fórum í leigubíl og beint upp á hótel þar sem við fórum í rúmin. Á þessum stutta kafla var Þóra búinn að ná sér í 20 bækinga um svæðið sem hún kvað vera nauðsynlegt. Næsta dag fórum við niðrí miðbæ borgarinnar þar sem farið var í búð og keyptar stuttbuxur fyrir mig þar sem ég gleymdi að taka með. Við skelltum okkur því næst í "sightseeing bus" og þræddum þessa helstu staði. Við gengum svo eftir römblunni og skoðuðum mannlífið á ströndinni. Um kvöldið var svo borðað á veitingarstað þar sem engin talaði ensku. Við enduðum með að panta pasta fyrir Þóru og ég fékk þurrt svínakjöt og enginn sósa. Næsta dag var farið upp á Tibidabo til að skoða útsýnið yfir borgina. Þar var þessi flotta kirkja ogIMG_2964 ofan á henni er svo stytta fa Jesus en þetta á einmitt að vera minni gerð að þessari stóru sem er í Braselíu. Uppá þessari hæð er einnig skemmtigarður tækin í honum eru mjög í anda tívólísins í hveragerði. Þegar við vorum búin þar fórum við í Barri gothic svæðið sem er í miðbæ Barcelona. Þar er þetta gamla útlit þröngt á milli húsa og miðaldarblær yfir öllu. Þar skoðuðum við þessa frægu kirkju sem stendur í miðju hverfinu. Um kvöldið var svo borðað við smábáta höfnina. Næsta dag fórum við og gengum um Ólympíusvæðið sem er stórt og mjög gaman að skoða þar sáum við líka listasafn Barcelona. Það var svo tekinn púlsinn á búðunum þar sem maður verður nú að eyða smá tíma í það. Við kíktum á Park Guell sem er hannaður af hluta af Gaudí og hann bjó þar. Þetta laugardagskvöld var borðað fyrir 8000 kall sem er ágætis upphæð (skelfiskur og alles). Eftir matinn var farið uppá hótel og tekið á móti Gumma og Huldu. Næsta dag var farið að skoða Sagrada familia sem er hönnuð af Gaudí og eins og margir þekkja á að taka 7 kynslóðir að byggja.IMG_3119 Þetta mannvirki var ástæðan fyrir því að ég fór í þessa ferð og hefur það verið draumur að fá að skoða þetta og þetta var líka eins og maður bjóst við. Best er að lýsa þessu sem súrealískri fegurð. Til dæmis er einn turnin þakkin í stein jarðaberjum og annar í appelsínum sá þriðji í vínberjum. Þótt svo að þetta hafi verið asnalegt þá var þetta samt mjög töff. Þarna vorum við í dágóðan tíma því það var margt að skoða mikið um smáatriði út um allt. Þegar við vorum svo búin að skoða þetta fórum við að græja okkur til uppá hóteli því hugmyndin var að fara og sjá magic fountain. Við fórum á spænska torgið og ákváðum að fá okkur að borða fyrst. Við enduðum á stað þar sem gólfið var í vatnshalla og niðurfall. Þarna var líka sjónvarp þannig maður var eins og heima hjá sér Smile. Eftir að við vorum búin að innbyrða stærstu steikur sem við höfum séð fórum við að sjá magic fountain. Það var alveg ótrúlega flott og það er markmiðið að setja myndband hér inn sem fyrst. Næsta dag varð að splita hópnum konur í búðir karlar að skoða FC Barcelona. Þetta var auðvita mjög flottur völlur og að skoða hann live er náttúrulega bara gaman. Það stóð nú upp úr þegar við heymtuðum mynd af okkur með pappaspjaldi af "Guddy" og sögðum að við værum til í að borga tvöfalt verð. Það var líka mjög gaman að sjá hversu mikið það er verið að troða fólki fyrir.IMG_3295 Það voru til dæmis sæti á vellinum sem voru það léleg að þú sást bara hálfan völlinn. Þá er ég ekki að tala um vallarhelmings skipt ég er að tala um hægri kant og vinstri kant. Um kvöldið var farið á flottasta veitingar stað sem ég hef farið á la fianna. Ég mæli með að fólk sem les smelli á linkinn því ég get ekki lýst þessu í orðum. Því næst kíktum við smá á klúbbanna. Þóra og Hulda fóru svo í sjóinn eins og sést á myndinni til hliðar. Næsti dagur var svo verslunardagur karla í þessari ferð og tók rúmar 30 min að eyða 30000þús sem þykir samt frekkar slappt á mælikvarða karla. Við eyddum svo deginum á ströndinni þar lenti Gummi í því að vera bitinn af marglitu hann fékk nú enga sammúð frá neinum nema mér. Um kvöldið fengum við besta mat ferðarinnar á Taller de tapas. Eftir matinn var farið á Casino og reynt að vinna fyrir verslunarferðinni. Þóra gekk út með 46€ í plús eftir að hafa unið 70€ í rúlletu. Ég endaði í 20€ í tapi. Gummi að sama skapi tapaði sýnum 20€ en Hulda kom og sigraði þetta vann um 110€ en tapaði einhverju aftur og held að hún hafi endað í kringum 80€. Maður hefur heyrt heppinn í spilum óheppinn í ástum. Við vonum bara að þær frétti ekki af þessu og þá alls ekki Hulda Grin. Síðasti dagurin fór bara í gönguferðir og búðaráp. Lentum svo á kalda Íslandi klukkan 3 að nóttu til.

Sögumaður kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband