27.9.2007 | 00:17
Fyrsti dagurinn hjá Háfelli
Sæl öll
Ég byrjaði í vinnunni í dag. Dagurinn í dag var fínn mæti klukkan 8 og hitti Svenna sem ætlaði að sýna mér á Terramodel sem ég verð að vinna á ,ásamt því að vera í mælingum. Þetta byrjaði vel með kaffi og svo annar og annar á meðan ég las og fiktaði í forritinu. Ég held að ég hafi skvett í mig einhverjum 10 bollum sem er bara fínt. Eftir nokkra leiðsögn og kennslu var mér hent í djúpulaugina og fékk að hanna gögn fyrir ramp sem verður í höllunum. Púsla götunni saman útfrá hæðamælingum setja halla og gera sneiðmyndir. Verkið lauk klukkan 17:00 og var búið að taka mig 5 tíma. Nú er verið að græja vinnuvél með þessu forriti þá get ég unnið við þetta heima. Jæja verð að kíkja í háttinn skóli og bolti á morgun.
Sögumaður kveður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.