1.10.2007 | 15:54
Verkfræði brandari
Sæl öll
Langaði að deila með ykkur verkfræði brandara.
Það voru fjórir verkfræðingar að ferðast saman í bíl: vélaverkfræðingur, efnaverkfræðingur, rafmagnsverkfræðingur og tölvuverkfræðingur. Síðan bilar bíllinn "það hljómar eins og dælibullan hafi brætt úr sér. Við verðum að taka vélinna í sundur áður en við komum bílnum aftur í gang", segir vélaverkfræðingurinn. "Það hljómar eins og einhver drula sé í eldsneytinu. Ég held að við verðum að hreinsa eldsneytið" segir efnaverkfræðingurinn. "Ég held að það hafi eitthvað að gera með jarðtenginguna eða brunnið öryggi" segir rafmagnsverkfræðingurinn. Þeir litu svo á tölvuverkfræðinginn sem sagði ekki orð og spurðu "Hvað heldur þú?". " Umm... getum prófað að fara allir úr bílnum og aftur inn?
Sögumaður kveður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.