Fallegt fólk

Sæl öll

Þá er komið að því að ég kvarti. Mér hefur lengi fundist fáránlegt að það sé ekki við hæfi að segja við blá ókunnugt fólk að það sé fallegt. Nú gæti vel verið einhverjir sem hugsa auðvita er það í lagi. Kannski fyrir makalaust fólk en ekki okkur hin. Segjum sem svo að ég væri að labba með Þóru niðrí bæ og svo myndi ég sjá fallegan kvennmann sem væri þá einhver annar kvennmaður en Þóra og ég segji "mér finnst þú falleg" og hald áfram að labba. Ég held að mín myndi kippa sér eitthvað upp við það. Ég hef nú aldrei reynt á þetta og veit ekkert hvernig hún myndi bregðast við. Það er spurning hvort að skiptir máli hvernig kvennmaðurinn lítur út ef hún væri "butt ugly" þá veit hún að ég var ekkert að meina þetta bókstaflega. Það sem ég er að ræða hérna er ekki það að segja við ómyndalegt fólk að það sé fallegt því það gera margir. Ég er líka ekki að tala um að ganga upp að Unni Birnu og segja henni hvað hún er falleg því ég held að hún sé alveg búin að ná því. Ég veit ekki um annað fólk en ég fæ stundum á tillfininguna þegar kvennmaður þarf að heyra að hún sé falleg. Ég hef oft verið niðrí bæ og séð þar fríðan kvennmann kannski dálítið lítil í sér, situr sem 5 hjólið eða jafnvel 7 eða dansar ein meðan vinkona hennar slefar upp í einhvern spaða. Þá finnst mér að einhver ætti að labba til hennar og segja "mér finnst þú falleg" svo bara ganga í burtu. Það sem skilur eftir sig byggist aðalega á þér og getur verið þrennt:

Tell me somthing i dont know!/Oki bara að reyna komast í brókina - Hér telur hún sig of flotta og þarf þess vegna ekki þetta hrós.

Alltaf gaman að heyra þetta - Þetta ættu að vera algengustu viðbrögðin.

Gæti verið að þessi fallegi strákur sé á lausu. - Þetta er það sama og fyrir ofan en makalaust fólk getur gert eitthvað í því við hin verðum bara kurteis og neitum pent.

Ég fæ aldrei leið á að segja við Þóru hvað hún er falleg og hún ekki heldur en þegar ég hef verið að segja þetta við annað kvennfólk þá hef ég oft fengið commentið að ég sé að reyna við viðkomandi. Einhvern tíman sagði ég þetta við manneskju og var að labba í burtu og þá kom vinkona hennar og sagði að hún væri á föstu. Ég útskýrði mál mitt vel og vinkonan var ekkert að hlusta aftur á motí tók upprunalegi viðmælandi minn vel í þetta comment. Ég hef svo heyrt "hef ekki áhuga" sem ég bara skyldi ekki þá og spurði "ekki áhuga á hverju?" hún þagði bara og leit annað. Yfirleit held ég að fólki og þá aðalega kvenfólki líði vel þegar einhver segir að það sé fallegt. Það er dálítið fyndið að hugsa til þess að helmingurinn af heiminum getur ekki sagt að hinn helmingurinn sé fallegur nema fyrri helmingurinn sé annað hvort skildmenni eða reyna að maka sig.

Það er auðvita undartekningar í þessu dæmi mínu og jafnvel margar en yfirleit er þetta skoðun fólks. Þetta er eitt af mörgum dæmum sem rekja má til leiðinlegast galla mannsins "hvað halda allir um mig?". Það er hlutur sem allt fólk lætur stjórnast af og sumir meira en aðrir ræði það seinna.

Jæja í lokin vill ég kvetja alla sem geta að gefa blóð í blóðbankanum á snorrabrautinni ég fór í gær.

Það þarf ekki að kosta peninga að hjálpa öðrum.

Davíð kveður og honum finnst sumir fallegir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband