Mamma

Sæl öll

Ég vildi taka smá pláss fyrir hana mömmu mína. Ég fór að spá í öllu sem hún gerði fyrir mig þegar ég var yngri og vitlausari. Ég fékk niðurstöðuna að það var auðvita best að hafa hana til að bjóða öllum í afmælin mín og fermingu og hvað þá skírnina. Hefði hún ekki hringt í vini sína og fjölskyldu þá hefði ég aldrei fengið pakka. Síðan hún hætti að bjóða fólki í afmælið mitt þá hefur engin mætt. Ég hef ekki verið með afmælisveislu síðan ég fermdist þar sem ég kann ekki að hringja í fólk og bjóða þeim. Ég get ekki tekið upp síman og sagt: "Sæll ég vil bjóða þér að koma á laugardaginn klukkan 15:00 með pakka eða 1000kall og láta mig fá í staðin fyrir kaffibolla". Í dag er ég aldrei að fá pakka og þess vegna sé ég ekki tilgangin með að halda uppá afmælið, ekkert nema uppvask og kostnaður. Ég held kannski uppá það þegar ég hef fengið mér uppþvottavél og er byrjaður í fullri vinnu.

Ég sakna ljúfu barnsáranna, hugsa sér að maður dreymdi um að verða fullorðin.

Davíð kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband