5.11.2007 | 00:10
Ríka fólkið
Sæl öll
Mig langar að skjóta á svolítið sem mér finnst pirrandi.
Nú er ægilega vinsælt hjá fólki að grenja yfir hvað Pétur og Páll hafa miklu hærri laun en það sjálft. Þetta sama fólk kvartar yfir að þetta lið kaupi sér bara hlutabréf fyrir margar milljónir og græði milljarði. Síðan heyrir maður oft hvað hefur þessi að gera við allan þennan pening.
Þetta fólk er yfirhöfuð einstaklingar sem vinna 8 tíma á dag 5 daga vikunar og hafa ekki áhuga á að vinna lengur en það og vilja flest þeirra ekki taka að sér álag á vinnutíma í t.d. formi ábyrgðar. Fólkið sem er með ofurlaun er að vinna vinnu sem hefur gríðarlegt álag innan vinnu sem utan.
Allir hafa gert mistök í vinnu og fyrirtækið tekur það á sig. Þessir ofurlaunamenn geta tekið fyrirtæki og grandað þeim með mistökum. Dæmi um það var orkufyrirtækið ENRON sem fór skyndilega á hausin 2001 og hrundu hlutabréf í fyrirtækinu úr 90$ og niður í penní. Þar voru 2 yfirmenn handteknir og dæmdir annar í 20ára fangelsi og borga 680milljón$ í bætur hinn fékk 45 ár en dó úr hjartaáfalli það voru fleiri sem tengdust þessu gjaldþroti og tveir þeirra drápu sig. Ég mæli með að fólk horfi á heimildarmyndina um þetta gjaldþrot "The smartest guys in the room". Menn með milljónir í laun á mánuði klúðruðu málunum og lífið á enda.
Kannski ýkt dæmi en það eru til fullt af dæmum um klúður ofurlaunamanna sem hefur endaði illa Albert John Dunlap og klúðrið í Sunbeam. Hann seldi fyrirtækjum vörur sem hann geymdi á sínum lager og sendi þeim þegar þeir vildu. Fyrirtæki keyptu fleiri vörur en áður og fengu magnafslátt sóttu svo bara hluta vörunar þegar þeim hentaði. Það varð til þessa að lagerinn hjá Sunbeam sprak. Hann var rekin og varð að borga 15milljónir$ í skaðabætur. Ég veit ekki hvort fólk geri sér grein fyrir hvað 15M$ er mikið, launahæsti íslendungarinn í fyrra var með 65Milljónir á mánuði það tæki hann 2,5 ár að borga skuldina ef hann myndi greiða allt sem hann á eftir skatt.
Þetta með hlutabréfin sem ég nefndi efst. Það á ekki hægt að kvarta yfir því að þessir mnn stundi fjárhættuspil. Auðvita vinna þeir oftast en eru ekki venjulega sömu mennirnir sem eru á úrslitaborðinu í "World Poker Tour". Með reynslu og þjálfun er hægt að taka heppnina úr umferð. Það sem ég segji venjulega við fólk sem er að kvarta yfir því að ríkt fólk græði á hlutabréfum er það að allir geta keypt og selt hlutabréf það þarf bara að þora líkt og í fjárhættuspilum.
Það er líka mjög svo skemmtilegt að heyra fólk segja hvað hefur þessi að gera við 65 milljónir á mánuði. Því er auðsvarað það sem honum dettur í hug hvort um sé að ræða ferðalög eða fleiri fjárfestingar. Þetta eru nú ekki nema í u.þ.b. 75 ár á þessari jörð og um að gera að uppgvöta sem flest á þessum tíma og besta leiðin til þess eru peningar "Money makes the world go around". Alltaf gaman að heyra þessa yndislegu setningu "Helduru að hann sé hamingjusamur?" eins og ríkt fólk geti ekki verið hamingjusamt. Bróðir afa míns var Ingvar Helgason mjög ríkur maður og mjög hamingjusamur.
Davíð Kveður
Athugasemdir
Sammála þér frændi, en þetta er ekkert nýtt, nú eru það milljarðarnir, fyrir ekki svo mörgum árum var það fjöldi utanlandsferða, þar áður bíll, lengra veit ég ekki. Sumum hentar að einblína á aðra svo þeir þurfi ekki að horfa á sitt eigið. Hvað einblínt er á er bara tískufyrirbrigði eins og margt annað.
Fífa frænka (IP-tala skráð) 5.11.2007 kl. 12:47
Mér var bent á að ég hljóma eins og ég sé eitthvað ríkur. Ég er nú ekki ríkur í peningum en er að klára skólann, það mun kannski laga fjárhaginn. Það er bara of mikið af öfundsýki á Íslandi þessa dagana. Mér finnst alltaf gaman að vita til þess að það er hægt að verða sjúklega ríkur á Íslandi ef maður hefur áhuga á slíku
Davíð Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 12:51
Takk fyrir að líta á síðuna mína.
Það er gaman þegar fólk commentar og gaman fyrir mig að vita hverjir eru að lesa. það er líka gaman þegar fólk er sammála mér
Davíð Jóhannsson, 5.11.2007 kl. 13:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.