Að syngja í bílnum

Ég fór að stúdera þetta áðan og það er kannski vegna þess að ég syng alltaf í bílnum. Farðþegar í gömlu mözdunni kannast kannski best við það. Útvarpið dó mjög snemma á þeim tíma sem hvíta þruman var í minni vörslu og þá var ekkert um annað að ræða en að syngja á milli áningastaða. Bíllinn var útvarpslaus í eitt og hálft ár en ég varð aldrei var við það. Þegar ég fór í honum í löngferðalög voru ferðafélagar mínir alltaf með söngbækur til að hafa eitthvað að syngja á leiðinni því þessar 2 bækur sem voru alltaf í bílnum voru stundum eins og ofspilaðir geisladiskar.

Það er ekkert skemmtilegar en að garga uppáhaldslagið sitt í bílnum þegar það heyrist í útvarpinu. Það sem er skemmtilegra er að sjá aðra í umferðinni garga sig hása. Ég tek nú venjulega uppá því að leita í útvarpinu að laginu sem hinir eru að syngja og verð fyrir vonbrigðum ef þeir eru að hlusta á geisladisk.

Það er líka gaman af hegðun bílsöngvarans þegar hann tekur eftir áhorfendum í öðrum bílum. Sumir halda bara áfram en aðrir snúa hausnum í hina áttina og syngja lágt. Ég fór að taka eftir því að allir hætta að syngja á rauðuljósi. Það hlítur að vera afþví að maður lítur oft í kringum sig á rauðuljósi til að skoða nærliggjandi bíla. Það er líka á þeim tíma sem engin vill ná augnsambandi þú starir í bílinn hliðiná þér þegar einhver þar snýr sér í átt að þér þá horfir þú annað. Þannig að það er alltaf eins og þú sért eini að kíkja samt veit maður að aðrir gera þetta líka. Þannig að þótt þú sért að syngja og lítur í kringum þig og engin er að horfa þá voru samt flestur að horfa. Þetta er eitthvað grafið í undirmeðvitundina

Sjálfur syng ég þótt ég sé með fólki sem ég þekki lítið sem ekkert. Það eru samt flestir sem syngja bara þegar þau eru ein í bíl og þekki ég nokkuð af því fólki. Það væri gaman að vera fluga á áklæði hjá þeim.LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst líka frábært að syngja í bílnum, ég er þó ekki eins dugleg og þú frændi að syngja á útvarps undirspils. Enda eru ansi mörg ár síðan ég átti útvarpslausan bíl.

Nú er ég búin að setja link á síðuna þína frá minni vefsíðu til að públisera frændann.

Bestu kveðjur úr 30°C

Fífa frænka (IP-tala skráð) 11.11.2007 kl. 16:25

2 Smámynd: Davíð Jóhannsson

Ég verð þá að standa mig í skrifunum.

Davíð Jóhannsson, 11.11.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband