13.11.2007 | 12:16
Fróðleikur um sjálfan mig....
Sæl öll
Ég bý í Hvassaleiti 14 103 Reykjavík 78 fm íbúð sem við Þóra keyptum í Janúar 2007. Ég á afmæli 17. desember sem er vika frá jólum. Vegna prófanna undanfarin ár hef ég ekki haldið uppá afmælið mitt síðan ég var 15 ára. Margir halda að ég fái eina stóra afmælis og jólagjöf en það hefur aldrei verið. Ég er trúlofaður Þóru Kristínu Hauksdóttur síðan í júlí 2006. Foreldrar mínir eru Guðrún Lárusdóttir og Jóhann Gunnar Stefánsson. Þau skildu þegar ég var 3 ára og eru núna bæði gift Mamma er gift Vigni Sigurðssyni og Pabbi Sigrúni Dóru Jónsdóttur. Ég á 5 systkini og þau eru Aron Ólafsson, Ragnhildur Sara Arnarsdóttir, Stefán Gunnar Jóhannsson, Birna Sísí Jóhannsdóttir og Inga Rannveig Jóhannsdóttir. Ég er elstur í þessum hóp og ólst upp á heimili mömmu minnar með Aroni og Ragnhildi.
Þær íÞróttir sem ég hef æft er teakwando, fótbolti og badminton. ÉG æfði teakwando með ÍR og fékk hvítbelti með gulri rönd. Ég æfði fótbolta með 5.flokki Fram ég var á hægri kant skoraði á móti ÍR, Víking og Val samanlagt 3 mörk á ferlinum. Ég spilaði á mót Fjölni,ÍR,Val tvisvar,FH,Fylki tvisvar og svo Þrótti í úrslitaleik hausmótsins töpuðum 5 - 1 og fengum silfur. Ég æfði svo badminton með TBR í einn vetur. Ég afrekaði það að vera skráður sem aðstoðarþjálfari meistarflokks Ármans í handbolta í kringum 10 ára aldurinn. Pabbi spilaði með þeim og fékk ég stundum að fljóta með og var stundum setur sem aðstoðarþjálfari. Ég hef spilað tvo leiki í utandeildini með fótboltafélaginu Babylon sóknamaður með nokkur skot á mark. Spilaði nokkra leiki í utandeild í handbolta með Þursum og var kantmaður og skoraði 1 mark.
Ég hef fengið laun frá 19 fyrirtækjum og unnið hjá 17 fyrirtækjum í viku eða lengur. Eykt, Orka-SnorriG, HB Grandi, Unglingavinnan, Gatnamálastjóri Reyjavíkur, Spikk og Span, Bónus, 10-11, Háfell, Skúringar í brúarskóla, Stórkaup, Viðskiptagreind, TM, ÍAV, Liðveisla Álftanes, 365 miðlar, Alcan(Alcan-Riotinto), Hagstofan og Orkuveita Reykjavíkur. Ég tók þátt í vörutalningu í Bónus og 10-11. Síðan eru það Bókabúðin í grafarvogi og Hlöður sem eru fyrirtæki sem pabbi átti þegar ég var yngri og kom stundum fyrir að hann varð að vera í vinnunni þegar það var pabbahelgi og þá hjálpaði maður stundum til. Það var nú ekki oft og fékk maður laugardagsnammi í laun. Fjöldi fyrirtækja er ekki vegna þess að fólk var óánægt með störfin heldur þvert á móti yfirmenn á flestum stöðum voru mjög ánægðir með mig ég er bara með það í genunum að prófa nýtt.
Ég byrjaði í leikskólanum Sólborg fór síðan í hvassaleitisskóla og eftir samræmduprófin fór ég í menntaskólann við sund á eðlisfræðibraut. Ég var alltaf mikið undrabarn í stærðfræði hafði aldrei neit fyrir henni og fannst hún alltaf skemmtilegust í skóla. Það munaði 1 stigi að ég hefði komist á 50 manna úrtökumót fyrir ólimpíuleikana í stærðfræði þegar ég var í 3 bekk. Þá fékk ég að vita að ég var 63. besti menntaskólaneminn á landinu í stærðfræði. Ég fékk skólaleiðinn í 10.bekk og mér hefur aldrei fundist skemmtilegt að læra síðan þá nema stærðfræði í menntaskóla. það er bara svo sjaldan sem maður les eitthvað áhugavert. Ég kláraði samt menntaskólann og byrjaði í byggingaverkfræði kláraði 1 ár á 2 árum hætti og fór að vinna kom aftur og tók 1 ár í hugbúnaðarverkfræði kláraði það eg er núna á síðasta árinu og hef skipt í iðnaðarverkfræði. Eins og ég sagði áðan þá er erfitt fyrir mig að hanga í því sama.
Það er tvennt sem ég fæ ekki leið á en það er tónlist og kvennmenn. Tónlist er eitthvað sem hefur alltaf fylgt mér og elska ég að syngja og hef alltaf gert. Ég tók uppá því að reyna að kenna mér á gítar í 4.bekk í menntaskóla og get strömað næstum því hvað sem er í dag ef ég hef grip. Ég er að reyna kenna mér á píanó núna og það gengur bara vel næst ætla ég að læra spila á ukuleleið mitt sem ég keypti á spáni Ég hef gefið út tvo geisladiska "til hammingju" og "Priceless" ég hef glatað fyrri disknum en ég hef seinni á tölvunni og spila han alltaf þegar ég er að læra. Þetta eru 20 laga diskar sem voru teknir upp í einhverju flipi og á fyrri disknum var vika síðan ég eignaðist fyrsta gítarinn minn og ég gat bar spilað G og C og eru þess vegna öll lögin spiluð í G og C til skiptist ásamt því að gítarin er ram falskur. Ég er en að reyna finna eintak af honum. Seinni diskurinn er svo nokkuð betri þar sem ég get spilað á gítar rétt grip fyrir öll lögin. Ég er að vinna í nýjum disk þessa dagana sem ég vona að komi út í febrúar sem verður vonandi hægt að hlusta á. Því fyrri diskarnir eru ekki fyrir alla. Hvað varðar söngin minn þá hef ég fengið commentin "Er þetta nauðsynlegt?","Æi, Davíð" hef líka fengið að heyra "Rosalega synguru vel", "Þú ert með fallega rödd" seinni commentin heyri ég venjulega frá fullum stelpum.
Þegar ég var yngri þá spilaði ég mikið tölvuleiki og afrekaði það að vera Íslandsmeistari í Sydney 2000 með því að skrá besta heldar stigafjölda á Íslandi á netið. Ég spilaði mikið leik sem hét Day of Defeat og varð Íslandsmeistari í honum ásamt mínu liði. Þetta sama lið vann alþjóðlegar deildir nokkrum sinnum og tók ég þátt í því. Ég hætt að spila eins mikið og áður vegna þess að ég byrjaði að stunda miðbæinn en ef ég hefði haldið áfram að spila hefði ég komist í landsliðið. Maður var svo svakkalega mikið nörd.
Ég hef átt 3 bíla Mazda 323 '89, VW POLO '97 og nýjasti er KIA SPORTAGE '01
Ég er byrjaður að ganga með gleraugu og er að nota -0.75
Uppáhaldsmatur er saltkjöt og kjötsúpa
Ég hef afrekað það að þyngjast um 16kg á 3 mánuðum.
Ég hef farið til : Ítalíu, Vatikansins, Grikklands, Tyrklands, Englands, Spánar, Bandaríkjanna, Vestmanneyja og Svíþjóðar. Silgt inní landhelgi Albaníu.
Ég hef veitt 6 fiska á flugu en engan á maðk eða spún.
Ég hef átt heima á 16 mismunandi stöðum oftast í breiðholti. 10 mismunandi stöðum fyrir 6 ára aldurinn.
Mesta sem ég hef átt í plús á bankabók er 500.000 kr.
jæja þetta er full langt held kannski áfram með þetta seinna ef mig langar að bæta einhverju við.
Sögumaður kveður
Athugasemdir
bíddu varst þú ekki að læra í dag eða?? þetta er nú meiri ævisagan fullt sem ég vissi ekki einu sinni hehe:)
Þóra Kristín (IP-tala skráð) 13.11.2007 kl. 17:34
Þú talar ekkert um feril þinn í briddsinu...hann er nú ekkert síður merkilegur
Gummi (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.