Jólafrí

Þá er þessum skóla loksins lokið í bili og maður getur komist í jólaskapið.  Það er alveg ótrúlega leiðinlegt að vera í prófi 21.des. Ég hef alltaf lent í þessu og alltaf verður maður brjálaður undir lokinn. Þá byrjar maður að blóta prófunum og skólanum ekki bætir úr skák að eiga svo afmæli í þessari vitleysu. Ég ætla nú rétt að vona að ég sé búinn með jólaprófaskammtinn í bili eða þar til maður leggur í M.S. sem ég ætla ekki að fara í fyrr en eftir svona 2-3 ár alveg kominn nóg skóli. Ég hlakka alveg ótrúlega til þegar þetta B.S. nám er búið og ég get fengið að vinna í friði og chillað um helgar og notið þess að fara í sumarfrí.

Þá verður hægt að rétta úr fjárhaginum sem er hægt að líkja sem Normal-kúrvu sem toppar að sumri til og botar í janúar. Það verður vonandi breytting á því þar sem Þóra fær væna fúlku í janúar eftir að hafa unnið eins og skepna á meðan ég hef verið að læra. Fyrir þá sem ekki vissu þá fór hún í eitt próf 3.des en var samt í 21 einingu á þessari önn í kennaraháskólanum. Þannig að hún fær fullt námslán ofan á vinnuna. Þannig að ég tek hlutverk láglauna makanns svona rétt áður en ég sting af..... :)

Fyrir utan að 21.des hafi veit mér jólafrí þá hefur hann líka veit mér vonbrigðum. Ég var búinn að plana góða tíma í kvöld með bjór og öllu tilheyrandi. Það eru svo allir á kafi í jólastressi eða í útlöndum og ég gleymdi að kaupa bjór. Algjört klúður......

Ég verð bara að bíða eftir morgundeginum svo er það SUNNUDAGURINN!!! skötuveislan mikla í furugerðinu. 4kg af vel kæstri vestffirskriskötu handa 3. Ég get ekki beðið.. jú annars ég hef beðið í 363 daga ég held að tveir í viðbót sé í lagi.

Jóli kveður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband