Hvernig voru jólin?

Ég óska öllum gleðilegra jóla.

Ég fór á þorláksmessu í skötuveislu hjá gumma og skatan í ár var mjög góð og í rólegri kantinum. Ekki nóg með að maðurinn bauð uppá ljúfenga skötu þá var nóg af öðru gúmelaði á hlaðborðinu. Ásamt skötunni var saltfiskur sem fólk var að tala um að hafi verið algjör snild ég ákvað að trúa þeim bara því ég týmdi ekki plássi í maganum fyrir neit annað en skötuna. Ég fékk mér samt karrí síld sem er mesta snild í heimi en maður borðar alltof lítið af.

Aðfangadagurinn var rólegur og fínn. Ég og Þóra tókum bara gamla klassík á þetta og vorum heima hjá afa mínum og ömmu. Þar hefur verið boðið uppá ljúfengan hamborgarahrygg síðan ég man eftir mér og ekki undartekning þetta árið. Eftir matinn var svo farið í að opna pakkana.  Ég fékk jakaföt, spariskó, skyrtu, náttbuxur, gallabuxur, soka, gsm, jólaskraut, sænguver, kaffivél og svuntu.

Á jóladag fór ég til fífu frænku að borða reykt sauðskjöt matur sem klikkar aldrei! Eftir matinn var svo keppt í bingó og sigraði pabbi í upphitunar bingóinu enda vanur bingóspilari. Það var svo óvæntur sigur í úrslita bingóinu það var fjögramanna jafntefli. Þegar rýnt var í spjöldin þá kom í ljós að bingóstjórinn sem var að spila með hafði gleymt sér aðeins og var búinn að vinna fyrir löngu. Þannig að sigurvegarinn var Birna sísí. Við Þóra skeltum okkur svo út á álftanesið til að athuga hvernig jólin voru hjá þríburunum og um kvöldið tók ég langþráðann póker sem var aðeins 4 manna en það var allt í lagi.

Á annan í jólum var mikið um afslöppun kíktum í heyrnleysingjamessu klukkan 2 í Grensáskirkju. Ég horfði á 40 mínútur af fyrri hálfleik í viðureign Chelsea og Aston villa og staðan var 0-1 fyrir Aston villa. Þegar ég kom úr messunni var staðan 3-3 og Carvahio að fá rautt. Ballack skorar á 85 mín og ég að öskar af gleði á 92 mín er rautt á a. cole og víti á Chelsea  og þá öskraði ég af gremju og leikurinn endaði 4-4. Síðan kom Gummi í heimsókn og við opnuðum bjór og kíktum á Sunderland-ManU sem var leiðinlegur leikur þetta var leikur kattarins að músinni 0-4 fyrir ManU. Um kvöldið fór ég í kalkún til Didda sem er svakkalegur kokkur og ég tróð í mig það mikið að mig verkjaði í maganum.  Kíkti á Jón Pál heimildarmyndina sem er rosalega góð gaman að sjá að hann hafi verið sjálfstæðismaður.

Ég verð svo út á álftanesi á gamlárskvöld Þar verður kokkað eitthvað flott. Ég var setur í forréttinn og fólk er að óska eftir humri. Ég hef ekki ákveðið hvernig mér langar að tækla þetta en það er alveg á hreynu að þetta verður snild.

Kellin kveður 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú ert nátturulega snilldar kokkur :)

Þóra (IP-tala skráð) 27.12.2007 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband