5.1.2008 | 20:21
Ég fékk skemmtilegan póst.
Sæl verið þið ég fékk skemmtilegan póst frá mann sem ég ætla að nefna Brynjar. Brynjar benti mér á að í ávarpi mínu þá skein það í gegn kunnátta mín í stafsetningu. Brynjar er góður í íslensku og hefur verið duglegur að leiðrétta mig þegar ég fer með rangt mál. Ég get ekki sagt að það fari í taugarnar á mér þvert á móti þá verð ég mjög þakklátur því ég vil tala og skrifa rétta íslensku. Brynjar fann 25 villur í ávarpinu mínu. Orðið blogg var þrisvar vitlaust ég skrifaði blog sem er útaf þessari heimasíðu. 8 af 25 orðum sem voru vitlaus byrjuðu á bókstafnum b. Lengsta orðið var 17 stafir. Styðsta orðið var 4 stafir. Mest voru þrjár villur í sömu setningu algengast voru 2 villur ef ég var að gera villu í setningu. Ég er ekki að fara leiðrétta þetta strax en þeir sem hafa gaman af íslensku geta athugað hversu margar villur þeir finna í ávarpinu og einnig í þessari færslu.
Lesblindi Davíð kveður.
Athugasemdir
Það er heil sérsveit á eftir þér...þetta er sennilega stafsetningarlögreglan sem Björn Bjarnason setti upp um árið.
,,Spellpolice" af erlendri fyrirmynd!
Gummi (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 08:38
Hehe.... flestir sem þekkja mig vita að ég er ekki sá færasti í móðurmálinu. Ég hlusta þegar fólk leiðréttir en ég gleymi því fjótt :(. Það er samt alltaf sama ruglið hjá mér tölva-talfa. Ég þoli ekki hvað það er alltaf vitlaust hjá mér það er vegna þess hvað ég er mikið í kringum þetta tæki og þarf að nota þetta orð oft.
Davíð Jóhannsson, 7.1.2008 kl. 17:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.