4.2.2008 | 11:21
Jæja þá er haustönnin á enda.
Jæja þá hef ég lokið öllum áföngum sem eru til b.s.prófs í iðnaðarverkfræði á haustönn. Núna eru eftir 6 fög á vorönn og þá er þessi gráða kominn. Mér lýst mjög vel á á fögin sem ég er í en þau eru:
Hermun- Búa til hermunarforritt fyrir kerfi í matlab og C.
Iðnaðartölfræði- Allgjört snildarfag allt sem þú vissir ekki um tölfræði ertu að læra núna. Tölfræði hefur lengi verið mitt 5 áhugamál.
Varma- og varmaflutningsfræði- Nokkurn veginn efnisfræði og þá einblínt á varma og gas.
Þróun hugbúnaðar- Vinna verkefni í microsoft office visio sem er án efa eitt asnalegasta forrit sem til er teiknar ýmsa ferla og rit sem notaðir eru við þróun.
Töluleg greining- Síðasta stærðfræði glíman skemmtilegur fylkja reikningur og nálgunarfræði. Mikil æfing í matlab sem er snild.
Framleiðsluferli- Þetta er bara skemmtilegt fag. Farið í framleiðslugeiran og það beint á gólfið kynning á rennibekkjum, fræsi og tilheyrandi. Í þessari viku sit ég á námskeiði um rennismíði í iðnskólanum í hafnarfirði laugardagana frá 9-17 og þriðjudag og fimmtudag frá 17-21.
Síðan þurfa allir sem útskrifast af véla- og iðnaðarverkfræðiskori að ljúka námskeiði í plötusmíði sem eru 30 tímar sem ég fer á beint eftir rennismíðina.
Önnin legst vel í mann og mig hlakkar til að ljúka þessu.
Skóli kveður
Athugasemdir
kvusslax tönn er þessi haustönn?
Brjánn Guðjónsson, 4.2.2008 kl. 13:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.