10.2.2008 | 12:19
Febrúar pókerinn búinn
Þá höfum við lokið febrúar pókerinum í þetta skipti var það hjá Pálma og gekk okkar manni mjög vel. Það voru spiluð tvö tournament og ég lenti í öðru sæti í fyrri leiknum og sigraði seinnileikinn. Ég klúðraði fyrra spilinu þar sem ég var kominn með yfirhönduna á móti Ómari en varð kærulaus og fór í glórulaust allin. Í seinna spilinu lenti ég aftur á móti ómari og búinn að læra mína lexíu úr fyrra spilinu tók ég hann mjög sannfærandi. Ómar endaði með 8000kall í plús og ég með 11000kall í plús. Þetta þýðir að ég er kominn réttu meigin við núllið í þessum pókerklúbb var í -2000kalli. Það er ennþá langt í Ómar sem trónir á toppnum. Það eru 10 pókermót eftir á árinu og gaman verður að sjá hver fær montverðlaunin og getur titlað sig sem besti pókerspilarinn. Ég skemmti mér konunglega og skemmtileg þróun að það voru aðeins drukknir 2L af bjór mannskapurinn er greinilega að leggja áherslur á pókerinn frekkar en félagsskapinn.
Davíð "Stu Unger" Jóhannsson kveður
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.