Siglufjörður og sumarið

Það er kominn vetur þrátt fyrir að það hafi ringt í nótt þá var allt á kafi í snjó í gær.  Í dag var mótið slegið af og lítur fyrsta færan í vegskálanum í Siglufirði bara mjög vel út.  Eins og fallega kærastan mín tók fram þá hef ég verið að vinna í eldhús framkvæmdum síðan um miðjan ágúst og tók það rúmlega mánuð. Inní því var rif á eldhúsinnréttingu, upprif á gólfdúkk, mála, fjarlægja ofn, endurnýja skolplögn, endurnýja heitavatns- og kaldavatnskrana, flot á gólf, hiti í gólf, flísalagnir, endurnýjun á rafmagnstenglum, gatið inní eldhús var stækkað og fært, nýtt eldhús set saman og því komið fyrir. Þetta lítur rosalega vel út við erum kominn með uppþvottavél núna sem er algjör lúxus. Þetta breyttir öllu.

Ég var á Hvannadalsbræðrum sem taka nafn sitt frá gamalli byggð úr Héðinsfirði. Þetta var mjög  skemmtilegt algjör snild. Maður lá í hláturskasti allan tíman.

Það verður fínt að komast heim á miðvikudaginn svona úthaldsvinna alltof langur tími fyrir mig. Ég orðin rosaleg félagsvera.  Þetta eru samt rosalega fínir kallar sem maður er að vinna með algjörir vinnuboltar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband