Páskahelgin - Pókerinn

Það var nóg að gera um páskahelgina. Á miðvikudeginum var óvæntur póker sem spratt útfrá leik Chelsea og Tottenham. Þeir sem spiluðu voru: Ég , Gummi, Garðar, Hjörtur, Pálmi, Ásgeir og Eggert þ.e. sjö kvikindi. Það voru spiluð tvö mót sem voru skírð PT (páska tournement) og geta sigurvegararnir kallað sig PT champions ekki amalegur titill. Í fyrra spilinu lenti Ásgeir í því að taka fyrstur afgerandi chip-leader Það var svo Ásgeir sem féll fyrstur út og keypti sig aftur inn. Áfram heldur bölvunin með chipleaderinn. Því næst dett ég út og kaupi mig aftur inn. Hér ætla ég að lýsa atburðar rás sem varð uppi í þessu spili um þetta leyti. Menn fengu spilin sín tvö og lítið að gerast það er fold og check til skiptis síðan kemur Hjörtur stóriblindur og hækkar með dágóðan slatta. Það er fold fram að Ásgeiri sem er alltaf til að spila restin foldar. Upp kemur flopið KK8 Hjörtur er allin á sömu sekúndu og spilin detta á borðið Ásgeir hugsar sig aðeins um því hann er með 8 á hendi hann ákveður að sleppa þessu og Hjörtur verður fölur og kastar spilunum sínum niður og það er KK þ.e. fjórir K í flopinu þetta var dæmi um mann með of brátt all-in hefði einfaldlega geta fengið Ásgeir inn. Ásgeir dettur út á móti Garðari sem er byrjaður að hala in chipum. Hann er á þeim tímapunkti sem við erum sex með tvöfalt andvirði allra annara samanlagt á borðinu. Ég dett út á móti Eggerti eins og svo oft áður á hærri lit á hendi ég með J hann með A. Því næst tekur Garðar Gumma út með að fá A á river. Pálmi dettur út á móti Hirti og þá eru þeir Þrír Garðar, Hjörtur og Eggert. Það líða tíu mínútur og þeir eru allir all-in Garðar chip-leader Hjörtur annar og Eggert þriðji. Garðar með QK Hjörtur með AJ og Eggert með A6 í flopinu kemur 108Q Garðar með þetta turnið er 5 og river 2 Garðar tekur báða út og Hjörtur annar á kickernum. Garðar að vinna sitt fyrsta mót

Seinna spilið fór strax í gang og allir þeir sömu með Þar var það ég sem tók chip-leaderinn fyrstur sem mér leyst ekkert á. Garðar dettur út og ákveður að kaupa sig inn til að vera wild card sem hann svo gerir og er alltaf all-in Hjörtur fer í eitt spilið og lendir í því að vera með miklu betri spil en Garðar fær betri spil í borðið og tekur hann út. Hjörtur kaupir sig inn.   Ég dett út og enn sannast það að ekki er gott að taka fyrstur chip-leader. Ég hef ekki áhuga á að kaupa mig inn en það líða nokrar sekúndur og ég geri mér grein fyrir að það eru fimm menn að spila póker heima hjá mér og ég get lítið annað gert :) og kaupi mig aftur inn.Garðar dettur út á móti Gumma sem er orðin rosalega stór eftir að hafa verið búinn að sannfæra sig um að hann þyrfti fljóttlega að kaupa sig inn. Ásgeir dettur út. Þeir sem eru eftir eru Davíð, Gummi, Pálmi, Hjörtur og Eggert. Þá fæ ég spilin 1010 á hendi. Ég legg smá undir Hjörtur er all-in með lítin stafla og Eggert eltir aðrir folda. Flopið er 68A tvö hjörtu Eggert checkar og ég checka ( vildi bara checka Hjört úr spilinu) turnið er 10 Eggert checkar og get ekki gert það og legg slatta undir Eggert sér það. Riverinn er 10 í hjarta og þrjú Hjörtu í borði. Hér er ég að hugsa hversu hátt get ég bettað fékk hann litinn er hann með ekkert. Eggert raisar frekkar mikið og ég get einfaldlega farið all-in sem hann fylgir hann er með A eins og svo oft áður Ég sýni tíurnar mínar með bros á vör. Eggert er enn í þessu en Hjörtur er úti. Pálmi tekur Eggert út. Við erum þá Þrír Gummi, Ég og Pálmi. Tveir búnir að vinna mót áður og einn sem var að komast í fyrsta skipti í topp þrír á árinu og er með þokkalagan chip stafla. Þetta byrjar hægt litlir pott að kastast á milli ég fæ 9A og í borðinu er 7610 ég reisa þokkalega til að stela blindunum og Pálmi foldar Gummi með innsæ frá hálvíti sér mig með 63 á hendi í turninu kemur 7 og ég er all-in og Gummi sér það ótrúlegt innsæi. Riverinn er A og ég í þokkalegum málum. Pálmi er með lítið að chipum og sínir Hirti spilin sín og spyr á ég að fara all-in á þetta og Hjörtur kinkar kolli ég fer í hann með QQ hann er með AQ í laufi það koma tómir hundar í borði og svo riverinn sem er K ekkert sem koma okkar spilum við og þá vor þeir tveir með svipaðan stappla. Þá er komið að fáránlegustu atburðar rás sem ég hef lent í ég fæ 83 í fyrsta spili og þarf að folda í næsta fæ ég 79 og Gummi foldar síðan koma sex spila þar sem ég fæ 83 þrisvar fæ svo 92 104 74 Gummi sagði mér að hann hafi fengið AA 88 og önnur ágætis spil. Síðan fæ ég fyrsta mannspilið J9 og hækka Gummi fer all-in ég var orðin svo pirraður á þessari óheppni að ég hugsaði ég verð heppinn og svara því all-in og viti menn Gummi með KK spaði og lauf. Í borðið kemur JKQ og Gummi verður trylltur turnið er 10 og ég kvísla "ég er með röð" og stekk svo upp alveg sturlaður af gleði. Gummi sest niður ekki alveg nógu sáttur. Þá er rýnt í stöðuna í borðinu eru þrír spaðar og gummi með einn spaða á hendi Þannig að hvaða A sem er er split pott JKQ10 er fullt hús fyrir Gumma og allir spaðar gefa honum sigurinn þannig líkurnar eru þokkalega eða 35% að hann sigri Riverinn er svo J Gummi með fullt hús. Dramatískasti endir til þessa. Gummi var heppinn að fá svona góð spila í heads-on og að segja all-in því ég fór að halda að hann ætlaði bara að gera þetta og beið ég bara eftir spilum til að svara því. Þegar ég svo fæ einhver spil þá er það pirringurinn og vanmatið sem varð mér að falli.

Til hammingju með sigurinn Gummi og Garðar núna eru þið komnir á blað. Staðan er núna þannig

1. Ómar     15000

2. Davíð     13000

3. Gummi   4000

Langar líka að segja svona í lokinn að hæfileikar í póker eru ekki mældir í fornri frægð eða einu skipti. Þar sem heppni er alltaf til staðar og óheppni líka þá þarf að mæla hæfileikana yfir langan tíma og það er það sem við erum að gera með póker skjalinu. Það þurfa allir að virða póker skjalið og samþykja það sem á því stendur...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband