Færsluflokkur: Bloggar
26.10.2007 | 15:52
Afhverju kláruðu þeir ekki bara dæmið
Afhverju bætu þeir ekki við 3 hæðum í viðbót þá hefðu þeir geta verið með hæsta húsið á landinu líka. Þar með fín auglýsing í einhvern tíma eða þanga til næsta háhýsi verður byggt.
Háhýsi er framtíðin..
Stærsta hótel landsins formlega opnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.10.2007 | 00:17
Dreamlovers að koma með plötu?
Já orðrómurinn er réttur ný plata er í vinnslu hjá þessari merkilegu hljómsveit. Hljómsveitin hefur ekki verið starfandi í þó nokkurn tíma eða ekki síðan við gáfum út gullmolan Priceless. Næstu helgi mun ég sækja lögin og setja þau á tölvuna og þá er hægt að deila "one hit wonder" laginu Are you then gone á þessari bloggsíðu sem lengi vel átti að vera nýja stuðningsmannalag fylkis. Hljómsveitin hefur ákveðið að næsta plata verði dálítið öðruvísi og hefur verið skipt um söngvara þ.e. Trópí mun ekki syngja á næstu plötu. Það var samt honum að þakka að Are you then gone náði þeim hæðum sem annars hefði geta orðið enn einn "single". Þessi nýi söngvari verður ekki afhjúpaður að svo stöddu. Titill nýju plötunar er ekki ákveðin og ekki heldur komin tala á hve mörg lög verða. Platan verður eins og hinar gítar spil og söngur getur verið að ég spili eitthvað á píanó það er samt ekki enn komið á hreynt. Diskurinn er íslenskur eins og fyrsti diskurinn Til hammingju. Þannig að fyrir ykkur sem hafið verið að bíða þá er biðin á enda og nú er komið eitthvað til að hlakka til. Luxor ekki halda að þið hafið verið fyrstir og ekki halda að þið séuð betri en við og ekki halda að þið getið eitthvað og ekki halda að þið getið toppað okkur.
Listamaðurinn Börkur kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 16:20
Meistaradeildin
Sæl öll
Þið sem fylgist með meistaradeildinni
Leikurinn sem er í opinni dagskrá þessa umferð er leikur CSKA Moscow og Inter á sýn k:16:15
Það sem fáir vita er að í hverri umferð er einn leikur í opinni dagskrá á sýn og úrslitaleikurinn er líka í opinni dagskrá. Þetta er algjör snild fyrir okkur sem höfum ekki efni á þessari merkilegu stöð og nennum ekki að fara á barinn. Í riðlakeppninni er þetta engin rosa fríðindi því þetta eru oftast leikir sem er ekki svo spennandi. Þetta verður algjör snild þegar komið er í útslátinn þá er ekkert nema snildar fótboltaleikir og endar svo í úrslitaleiknum. Jæja það er verið að flauta leikinn!!!
Fótboltabullan kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 16:18
Hver anskotin!
Sæl öll
Hver andskotin heldur þessi stormur að hann sé!!!!!!
Maður kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2007 | 08:42
Strætó týpan
Sæll öll
Í strætó í morgun fór ég að skoða þér týpur sem ferðast með strætó.
Við erum með feimnagaurinn sem snýr haustnum 90° til hliðar og starir út um gluggan alla ferðina eða horfir á gólfið.
Við erum auðvita með fólk undir 17 sem hefur einfaldlega ekki bílpróf.
Við erum með nördin sem þarf ekki bíl því hann er alltaf heima í tölvunni og ef hann þarf að komast í tölvuleikjaverslun velur hann mömmu eða strætó til að skutla sér.
Núna erum við með mennta- og háskólafólkið sem eru að spara peningana.
Síðan eru það wannabe heimsborgarinn sem notar almenningssamgöngur eins oft og hægt er (þeir stija venjulega nálægt hurðunum).
Það er svo les farþegin hann tekur mikið pláss þessar týpur eru reyndar í strætó og hafa verið set í sama hóp og heimsborgarar.
Það er svo headfone fólkið sem hlustar á tónlist allan tíman og eru með stillt á svo hátt að aðrir farðþegar eiga ekki í neinum vandræðum með að þekkja lagið.
Að lokum erum við með þá sem ekki geta átt bíl það er illa fjárhagsstat fólk, öryrkjar o.s.frv.
Það er ábyggilega hægt að finna fleiri en þetta er það sem ég greindi í dag.
Davíð kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 09:34
Þarf að ræða þetta eitthvað.....
Ég vil byrja á að lýsa yfir gremju minni yfir þessum leik. Þetta var leiðinlegasti leikur sem ég hef séð. Kick 'n' run hvaða rugl er það!!! Afhverju var ekki hægt að spila eftir jörðinni þá hefðu menn eins og gunnar heiðar og jói kalli getað eitthvað. Skil ekki hvað menn eru alltaf að tala um að vörnin hafi verið slöpp mér fannst varnarmennirnir skástir en þó ekki í vörn heldur voru þeir ágættir í sókn og á miðju. Eyjólfur er búinn núna, ég vil fá að prófa að þjálfa þessa menn og ég tel mig hafa það sem þarf og ef KSÍ vilja það ekki þá langar mig að vera inná. Setja mig í strikerinn!!!!!!
Ef ég sný mér aftur að leikmönnunum:
Besti íslendingurinn var Kritján Örn. Bestur í sókninni!
Verstur var Gunnar Heiðar. Ekki hans leikstíll
Vonbrigðin voru Eiður smári. Var að missa hann alltof oft frá sér.
Jæja skipta um þjálfara og kannski leita út fyrir kantsteinana því þetta eru allt fyrrum landsliðsmenn!! Skoða frekkar þá sem hafa reynslu af þjálfunog ef ekki hér heima þá leita til útlanda......
Ljótur skellur Íslands í Liechtenstein | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 10:00
Er komin ný mælieining?
Þetta er óþæginleg staða sem er komin upp. Nú hef ég lært síðan ég var krakki að Hallgrímskirkja væri hæsta húsið 74,5m nú þarf maður að kenna börnunum sínum að það sé einhver skrifstofubygging í kópavogi. Síðan hefur Hallgrímskirkja alltaf verið notað sem hæðar viðmið. "Bíddu, er Esjan 900m humm.... hvað eru það margar Hallgrímskirkjur?". Í þessu dæmi er komið vandamál Esjan er 12 Hallgrímskirkjur en bara 11,5 smáraturnar ég þarf að venjast þessu.
Ég er hræddur um að eftir nokkur ár verði Hallgrímskirkja bara ein en kirkjan.
Á efstu hæð á hæsta húsi landsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2007 | 11:32
Strætó
Sæl öll
Mikið svakkalega er skrítið að vera tíður gestur í strætó. Ég hef nú verið að notast við stætisvagna í nokkurn tíma ásamt bílnum. Það að þetta sé frítt er náttúrulega bara snild. Það er svo þæginlegt að ganga út á morgnanna og kippa fréttblaðinu eða einhverju skemmtilegu lesefni með sér. Síðan bíður 3 mín. ganga á Staðin þar sem strætóin stoppar. Þar koma vagnar sem ég get notað, á 8 mín. fresti. Maður sest inn og kemur sér vel fyrir og byrjar að kíkja í blöðin. Síðan er það 7 mín. labba frá þjóðminjasafninu og upp í VR-2. Þannig að ég fæ 20 mín af labbi þann dag sem er ábyggilega meira en á degi þar sem ég nota bílin. Það er ekki bara þægilegt að hafa einkabílstjóra það er líka hollara.
Farþeginn kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.10.2007 | 13:20
Mamma
Sæl öll
Ég vildi taka smá pláss fyrir hana mömmu mína. Ég fór að spá í öllu sem hún gerði fyrir mig þegar ég var yngri og vitlausari. Ég fékk niðurstöðuna að það var auðvita best að hafa hana til að bjóða öllum í afmælin mín og fermingu og hvað þá skírnina. Hefði hún ekki hringt í vini sína og fjölskyldu þá hefði ég aldrei fengið pakka. Síðan hún hætti að bjóða fólki í afmælið mitt þá hefur engin mætt. Ég hef ekki verið með afmælisveislu síðan ég fermdist þar sem ég kann ekki að hringja í fólk og bjóða þeim. Ég get ekki tekið upp síman og sagt: "Sæll ég vil bjóða þér að koma á laugardaginn klukkan 15:00 með pakka eða 1000kall og láta mig fá í staðin fyrir kaffibolla". Í dag er ég aldrei að fá pakka og þess vegna sé ég ekki tilgangin með að halda uppá afmælið, ekkert nema uppvask og kostnaður. Ég held kannski uppá það þegar ég hef fengið mér uppþvottavél og er byrjaður í fullri vinnu.
Ég sakna ljúfu barnsáranna, hugsa sér að maður dreymdi um að verða fullorðin.
Davíð kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 15:21
Föstudagspókerkvöld
Sæl öll
Síðasta föstudag var svakkalegur póker mikið af dramatískum mómentum. Þeir sem mætu að þessu sinni voru:
Arnar Björns, Ásgeir, Davíð, Eggert, Garðar, Gummi og Pálmi.
Sá fyrsti til að detta út var Eggert og það á móti bróður sínum Ásgeiri. Síðan leið nokkur tími og alltaf voru einhverjir líklegir í að detta út en hver á fætur öðrum sigraði all-in en á endanum var það Arnar sem datt út með góð spil en Pálmi með betri. Þeir sem voru eftir raðað eftir chip fjölda Ásgeir, Pálmi, Garðar, Davíð, Gummi. Næst var það Garðar sem datt út hann var með KJ á hendi Ásgeir með 7Q í borðið kom KJ7 síðan 7 og river var 7 Garðar með fullt hús með K og J en Ásgeir með 4 sjöur. Í næsta spili eftir það datt Gummi út með hæðstu tvennu í borði K og Q Ásgeir tók hann með röð sem kom upp í rivernum smá heppni. Þá voru eftir og raðað eftir fjölda chipa Ásgeir, Pálmi og Davíð. Þetta gekk áfram í smá tíma þar sem allir skiptust á að vera chip leader en veldið hans Pálma hrundi hægt niður og varð að engu alt í einu. Þá voru þeir tveir Ásgeir og Davíð. Ásgeir var með afgerandi forystu í spilapeningum en þeir byrjuðu að flyttjast yfir á mótherjan. Sú staða kom upp að Asgeir fer all-in Davíð með yfirburðarstöðu í chipum tekur vel í það og er með A6 á hendi Ásgeir með KJ í flopinu kemur A35 síðan J og í river K ótrúlegt!! Þá er Ásgeir komin yfir í chipum og nokkrum spilum seinna kemur upp svipuð staða Davíð All-in með A8 Ásgeir með KQ í flopinu kemur Q47 síðan 8 og í river kemur 10 Þannig að Ásgeir sigrar 3 skiptið í röð. Röðun sæta er þá:
1.Ásgeir, 2.Davíð, 3.Pálmi, 4.Gummi, 5.Garðar, 6.Arnar, 7.Eggert
Þetta verður að endurtaka sem fyrst algjört topkvöld sem endaði í klámfamba og þá var það Gummi sem sigraði veit ekki hversu gott það er en ég óska samt Ásgeiri og Gumma til hamingju með sigra kvöldsins.
Davíð Kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)