Tölvuleikjafíkn Fyrri hluti.

Eins og ég var búinn að skrifa þá ætlaði ég að rita mínar skoðanir á þessu máli.

Það er erfitt að finna hvar á að byrja en kennski best að skrifa niður meigin greiningarþættina:

1. Þrálát hugsun um tölvuleiki eða hvernig á að spila þá.

2. Þegar leitað er í tölvileiki til að forðast vandamál eða vont skap.

3. Þörf á að auka tíma í tölvuleiki til að fá ánæjuna (gera minna úr afköstum sem maður nær á einhverjum tíma sem maður gerði ekki áður).

4. Vanhæfni til að stjórn, stoppa eða minnka spilunina.

5. Eirðarleysi eða skapstyggð þegar eitthvað er að hindra þig í að spila.

6. Að ljúga að vinum eða fjölskyldu um magn þátttöku í spilun á tölvuleikjum.

7. Að framkvæma eitthvað ólöglegt til að halda áfram að spila.

8. Að treysta á aðra til að fjármagna spilunina.

Þessir átta hlutir eru ekki frá mér heldur er þetta það sem fræðimenn hafa tekið saman og þú telst vera fíkill ef þú uppfyllir 5 eða fleiri. Sjálfur var ég á sínum tíma að uppfylla 4 af 8 það er atriði 1,2,5 og 6.

Það er erfitt að sjá fyrir sér nokkur af þessum atriðum ef hugsað er til kapalsins solitier eða windows leiksins hearts. Hversu ótrúlegt sem það má vera þá er hægt að vera háður öllum leikjum. Það sem hefur samt komið í ljós er að léttast er að vera háður MMORPG (massive multiplayer on-line role-playing games). Þetta eru leikir á borð við World of Warcraft, EVE-online,Lord of the rings online, Everquest o.s.frv.

MMORPG leikir eru leikir þar sem spilarinn fer í hlutverk einnar persónu í risastórum heimi. Persónan sem spilarinn spilar getur svo þjálfað sig upp til að verða betri og er það gert með því að spila leikinn. Þannig að þér er verðlaunað fyrir að spila leikinn. Undartekning af þessu er þó EVE-online Þar þjálfast persónurnar burt séð hvort spilarinn er í leiknum eður ei. Það sem flestir af þessum leikjum hafa sameiginlegt er að það kostar að spila leikina og þú borgar áskrift. Áskriftin getur verið frá 500kr á mánuði og uppí 2000kr.  Það eru þó til leikir sem hafa hluta leiksins frítt t.d. runescape. Í Runescape er hægt að spila 1/8 af veröld leiksins og persónan getur ekki náð sömu hæðum og ef spilarinn myndi borga áskrift. Þótt þessar upphæðir séu ekki miklar þá geta þær orðið miklu hærri ef spilunin tekur að aukast. Áskriftin sem ég talaði um hér fyrir ofan er fyrir eina persónu í MMORPG heiminum margir af þeim sem spila mikið vilja vera með fleiri. Það er algengt að fólk sé með 3-5 áskriftir sem er þá 6-10 þúsund á mánuði eða 72-120 þúsund á ári sem eru útborguð laun margra á Íslandi. Ef spilunin eykst meira þá gæti farið að þí viljir stytta þér tímann í leiknum saman ber lið 3. og farir að versla þér vörur eða gjaldmiðil innan leiksins með alvöru peningum. Þá eru enginn takmörk fyrir hvað hægt er að eyða miklum pening.

Í dag eru skráð 3 dauðsföll í heiminum sem er hægt að tengja beint við of mikla spilun á tölvuleikjum. Í Suður Kóreu dó maður að nafni Lee Seung Seop þegar hann hafði spilað leikinn Starcraft í yfir 50 klukkutíma. Í Kína lést Xu Yan eftir að hafa spilað net leiki í 15 daga. Síðan var það 30-tugur maður í Kína sem lést eftir að hafa spilað 3 daga í röð.  Í Suður Kóreu og Kína eru mörg meðferðarheimili fyrir tölvuleikjafíkla. Í Júní í fyrra var opnað fyrsta meðferðarheimilið í Evrópu og er það í Amsterdam. Í Bandaríkjunum og Kanada eru örfá heimili. On-Line Gamers Anonymous hefur verið til í mörg ár og notast við skrefin 12 til að hjálpa fíklum.

Ég verð að bíða þar til seinna með að segja afhverju fólk er að þessu og hvernig er hægt að vera fíkill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband