2.12.2007 | 12:48
Tölvuleikjafíkn seinni hluti
Það sem mér finnst svo skrítið í samfélaginu er fáfræðin í fólki um þetta málefni. Maður sem spilar mikið tölvuleiki er titlaður nörd og búið, það er aldrei verið að spyrja sig afhverju er þessi maður að spila svona mikið. Ég get kannski varpað smá ljósi á það.
Það er búið að rannsaka það að fólk með athyglisbrest getur haldið athygli yir tölvuskjá og það er einfaldlega vegna þess að það er svo mikið áreiti sem heldur fólki við skjáinn. Þetta áreiti er bara upplýsingar sem tölvuleikurinn getur sent spilaranum. Upplýsingaflæðið er margfalt meira en hægt er að veita einhverjum nema einstaklingur upplifi þær upplýsingar sem er verið að veita honum. Það er einmitt það sem tölvuleikir gera. Því meira ímyndunarafl sem spilarinn hefur því meira getur hann lifað sig inn í upplifununa. Ég benti líka á í blogginu "þetta er samt stórhættuleg fíkn" að framfarirnar í grafík og spilun séu orðnar svo gríðarlegar að Ímyndunarafið þarf ekki að taka þátt eins og áður. Þetta gerir það að verkum að fleiri geta tekið þátt í tölvuleikjum og einfaldlega lifa sig inní þá. Það hafa flestir séð hversu ótrúleg nútímagrafík er orðin. Þeir sem hafa ekki spilað tölvuleiki vita ekki hversu mikið nútímaspilun hefur uppá að bjóða. Í tölvugreind í dag er búið að líkja mjög við raunverulegri greind. Þannig að tölvuleikir eru að verða raunverulegir hversu skrítið sem það má hljóma.
Ég er kannski búinn að fjalla um afhverju fólk er að spila þessa tölvuleiki en þetta eitt er ekki nóg til að gerast fíkill. Flestir sem spila tölvuleiki 5-8 tíma á dag segja að þeir geri það vegna þess að það er skemtilegt. Ég efa ekki að það sé gaman en ég tel að það sé meira en að fólk sé að leita í tölvuleiki til að skemmta sér eða lifta sér upp. Ég tel að það sé meira tegt því að fíkillinn vill vera einstaklingurin sem hann er að spila. Vegna þess hvað tölvuleikirnir eru duglegir að endurspegla raunveruleika er mjög létt að fyrir hvern sem er að týnast í heimi tölvuleikja. Gefum sem dæmi að í raunveruleikanum sért þú 25 ára karlmaður sem vinnur frá 8-17 og leigir íbúð og borgar reininga. Hver dagur er eins og við þekkjum það grár hversdagsleikinn. Hvernig væri lífið okkar ef við værum að drepa dreka hvern þriðjudag og tröll á miðvikudögum bjarga prinsessum á mánudögum bjarga svo heiminum á fimmtudögum. Þetta væri ekki leiðinlegt líf. Þetta er einmitt það sem þessi 25 ára tölvufíkill upplifir á hverri viku. Segjum sem svo að hann eigi karl í World of Warcraft sem heitir Max Fightmaster ekki svo amalegt nafn. Í leiknum er hann 2 metrar á hæð og tekur einfaldlega 200 kg í bekkbressu. Hann á stæðsta sverð í leiknum og flestir sem spila með honum öfunda hann fyrir það. Hann á líka ótrúlega góða brynju og skjöld. Þegar hann gengur um stórborgir leiksins þá hneigja sig allir sem sjá hann því hann hefur drepið flest skrímslinn í leiknum. Í leiknum er hann elskaður og dáður en í raunveruleikanum er hann bara Jón Jónsson. Það er svo einfalt í tölvuleikjunum þar sem þú getur verið hver sem er og aðeins er nóg að spila leikinn nógu mikið til að verða bestur. Í raunveruleikanum er það næstum ómögulegt að ná sömu hæðum og í leiknum.
Þannig það er einfalt að vera eitthvað í tölvuleik en það er erfiðara í raunveruleikanum. Það er líka hægt að kaupa sér virðingu annara í tölvuleiknum. Þú kaupir þér bara gjaldmiðil tölvuleiksins með alvöru peningum og kaupir þér svo allt flotta og töff dótið. Ég hef svo heyrt af kvennfólki sem verður heltekið af mönnunum með flotta og töff dótið. Já, ég er að tala um að það sé til kvennfólk sem metur einstaklinginn á stöðu hans í tölvuleik en stöðu hans í raunveruleikanum.
Ég ætla að enda þetta hér og ég er að fara í prófa stúss og mun örugglega ekki blogga meira framm að jólum en að er aldrei að vita.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.