20.1.2008 | 15:00
Landsliðið
Þetta lítur ekki vel út. Við erum kominn í milliriðilinn en ef við töpum á móti frökkum þá komum við í hann með 0 stig en svíþjóð kemst með 1 sigur og frakkar með tvo og þá þurfum við að sigra öll liðin í hinum riðlinum til að komast áfram. Liðin í þeim riðli eru ekki af verri endanum þ.e. heimsmeistarar Þjóðverjar, sigurstranglegasta lið mótsins Spánverjar síðan eru það hvítrússar og ungverjaland. Það lítur allt útfyrir að hvítrússar taki pokann sinn. Ég vona það svo innilega að við vinnum frakka á eftir og komum í milliriðilinn með einhver stig. Það er vonandi möguleiki að íslendingar fari í einhvern ham og rót bursti þetta.
Eftir þessa tvo leiki er ég áhyggjufullur eins og svo margir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.