Páskahelgin - Það sem var ekki póker..

Jæja það var ekki bara spilaður póker. Við Þóra kíktum í bústað(móakotið) á fimmtudeginum og þar var þeman mikil afslöppun. Á föstudeginum fór Þóra að vinna þannig að ég kíkti bara í bæjinn chillaði í seiðakvíslinni þar sem ég fékk kalkún ég fór svo um 11 leytið að sækja þóru í Gímsnesið og við kíktum aftur í móakotið. Við fengum svo heimsókn á laugardeginum þau Diddi,tengdó og heyrnalaus slóvaki sem ég man ekki hvað heitir Jouko eitthvað í þá áttina. Við gáfum þeim grillað páska lamb að eta svo um kvöldið fóru þau aftur í bæinn. Sunnudagurinn var snild því ég tók afruglarann minn til að horfa á super sunday. Ég lá uppí sófa að horfa á Manchester(Wankers) sigra Liverpool(Úlpurnar) síðan kom aðal leikurinn Arsenal(Wangers..) og Chelsea(Simply the best). Ég á það til að drekka mikið kaffi þegar ég er stressaður sem er ekki sniðugt því ég var orðin alltof tjúnaður þegar Arsenal skoraði fyrsta markið þá byrjaði ég að hugsa hvað ég ætti að segja við alla manu vini mína en svo skoraði afríku yndið drogba 1-1 og ég öskraði eins og geðsjúklingur. Síðan þegar hann skoraði 2-1 þá veit ég ekki hvað kom yfir mig ég hljóp um allt eins og óður maður. Svo þegar dómarinn flautaði þá festust báðar hendurnar beint uppí loft næsta hálftíman gleðin var gríðarleg. Chelsea eiga nokkra erfiða leiki eftir eins og t.d. man city :). Eftir leikinn kíktum við Þóra á Gullfoss alveg ótrúlegur í sinni vetrardýrð.

Núna er maður kominn aftur í bæinn og þarf að skila feitu hermunarverkefni fyrir mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

veiii núna er ég sátt :) verður að setja inn myndir af gullfoss....

Þóra (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband