Erfið helgi...

Jæja á föstudeginum síðasta fór ég uppí vinnu um kvöldið að spila/kenna póker þar sem aðeins þrír höfðu spilað texas holdem af 12 manns en sumir spiluði venjulegan í den. Það var skemmtileg tilbreytting að spila við nýjan hóp og svona stóran. Spilað var á tveim 6 manna borðum og eftir að 4 höfðu dottið út þá var smá pássa og set svo saman í úrslitaborð. Þá féll maður út næstum í hverjum leik þar til þeir voru fjórir eftir. Á einhvern undarlegan hátt þá voru þeir sem duttu fyrstir út komnir að spila fyrir þá sem voru komnir svona langt. Það voru líka þeir sömu sem duttu aftur út. Ég og Bjarni vorum í lokinn og endaði ég með að taka þetta. Það var auðvita gaman að spila við þessa menn en þar sem þetta eru allir naglar í verktakabransanum þá var vandamálið kannski það að þeir neituðu að folda/pakka það var farið alla leið í hverju spili. Þarna var drukkið annað en í mánaðarlega pókernum sem ég spila. Það var dælt staupi, wiskíi, vodka og bjór á liðið. Sögumaður sem á enn erfitt með að neita fríu og getur ekki neitað þegar glasið hans hefur verið fyllt lenti illa í því. Menn fóru að týnast út þegar pókernum lauk en það voru svo fjórir piltar sem kíktu í bæinn og var ég einn af þeim þótt það hafi aldrei verið markmiðið.

Ég er búinn að liggja í einhverju móki alla helgina eftir þetta. Reyna að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að læra eitthvað eftir þessa vitleysu. Ég verð svo að fara að passa mig........

Þetta fór eitthvað að batna þegar chelsea sigraði man city og man utd. gerðu jafntefli við boro. Það er greinilegt að liðið er mölbrotið eftir að vidic meiddist og núna gæti leikurinn gegn Roma orðið vessen þar sem ferdinand mun örugglega ekki spila.

Áfram Chelsea.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband