Apríl pókerinn.....

Síðasta föstudag var apríl pókerinn haldinn heima hjá Hirti. Þeir sem mætu voru Ásgeir, Dæi, Ég, Eggert, Garðar, Pálmi, Hjörtur, Ómar. Ég, Ásgeir og Eggert mætum 5 mínútum í 8 heim til hjartar en það var engin heima og mæting var klukkan 8. Hann svaraði ekki í síman þannig að ég prófaði bara að opna heima hjá honum og það tókst. Þannig að við setumst niður og bjuggumst við að hann væri bara útí búð. Ég náði svo sambandi við drengin og þá var hann í mat og sagði okkur bara að koma okkur vel fyrir. Síðan voru allir komnir um korter yfir níu nema húsráðandinn sem lét sjá sig hálf níu saddur og sáttur. Fyrra spilið var helvíti skemmtilegt þar sem ég fékk fjórum sinnum KK á hendi vann á það þrisvar. Spilið byrjaði þannig að ég tók chip leaderinn frekkar snemma og var að detta á mjög fín spil í byrjun. Þeir sem mætu mér voru aðalega Ásgeir, Pálmi og Eggert. Lítið gerðist hjá hinum fyrstu spilin. Það var svo hann Hjörtur sem datt út fyrstur þar sem í borð kom 996 og Hjörtur með 6 en einhver annar með 9. Þetta átti eftir að endurtaka sig fyrir Hjört í báðum spilum. Garðar kom seinna inní spilið og var farinn að láta finna fyrir sér. Ómar lenti í mestu leiðindum sem hægt er að lenda í að fá tvö spil á hendi sem grátbiðja um að sjá flopið og það oft í einu spili. spil eins og td. 910, J9 og Q eða K með hund með sér. Hann lenti svo aldrei á neinu í flopinu og þetta varð honum dýrkeypt endaði hann með að þurkast út. Næst var það Eggert sem fór út á móti alltof góðri hendi hjá mér ég var með röð og flush og vantaði riverinn í royal fluch sem ég hitti samt ekki á. Ég var búinn að vera með tökinn á öllum við borðið nema Pálma sem náði af mér þokkalegum skömmtum með 2 all-in. Garðar fellur út. Eftir eru Ég, Ásgeir, Dæi, Pálmi. Ég fer í all-in á móti Pálma með KK og tek hann út. Ég lendi svo stuttu seinna í all-in á móti dæa. Hann með QA ég með AK í borðið kemur A63 síðan 9 og riverinn er Q ótrúlegt. Það glæðir Dæa nýju lífi. Ég dett svo út á móti Ásgeiri. Ásgeir tekur svo Dæa út. Ásgeir vinnur dæi í öðru og ég í þriðja.

Í seinna spilinu voru færri spilarar Dæi, Eggert og Ómar slepptu því. Nýr spilari kom inn og fyrsti kvennmaðurinn Ylfa sem er kærasta Hjartar. Hún hafði ekki spilað áður og uppskar eftir því þ.e.a.s. sjötta sætið. Við fimm sem vorum eftir vorum duglegir að kaupa okkur inn og verðlauna féð fyrir seinna spilið var 2000kr meira heldur enn í fyrsta spilinu. Ásgeir var fimmti til að detta út og fyrsti maðurinn til að taka chip leader. Ég var að lenda í vandræðum var dottinn út en vildi ekki kaupa mig inn. Síðan snérist mér hugur og ég fór aftur inn þótt heppnin væri ekki hlið holl mér. Það var eitthvað að gerast þegar ég kom aftur og fyrr en varir var ég kominn með chip leader. Síðan lenti ég í því sama og Ómar og hætti alveg að hittaa á mín spil í flopinu þetta hleypti Garðari og Pálma framúr mér. Hjörtur datt út. Við vorum þrír og blindan nokkuð há ég var ekki að hitta á neit í flopinu. Ég fæ svo tvo 44 á hendi og Pálmi eltir mig í flopið þar fæ ég 256 vantar bara 3 í röð og þar sem Pálmi var að elta mig er hann kannski með high cards tvö þannig að ég ákvað að leggja mig all-in þar sem blindan var orðin nokkuð há og ég laggði vel undir í byrjun. Ég treysti að Pálmi sé með tvö mannspil en það má ekki vera par. Líkurnar ef hann er ekki með par á hendi og ég er í þessari stöðu eru samt bara 50% líkur að ég vinni aukast líkurnar ef hann er ekki með 5 eða 6 sem ég er að stíla á. Viti menn QQ á hendi og ég er ekki í góðum málum. Ég hitt auðvita ekki 3 eða 4 þannig að ég dett út og þá eru Garðar og Pálmi eftir Garðar að sína nýtt eðli maðurinn að gera harða atlögu að toppnum. Pálmi einginn nýgræðingur í úrslitum. Pálmi er með þokkalega yfirburði. Það kemur all-in mjög fljót og Garðar er með K6 og málim með A3 flopið er K46 turnið 10 og river J. Garðar er þá kominn rétt fyrir ofan Pálma. Þeir spila í nokkra stund og þá kemur aftur all-in Pálmi með A5 og Garðar með Q10 flopið er AJ6 turnið er 10 riverinn er Q þannig að Garðar tekur þetta með tvö pör. Pálmi grét þarna smá því hann rétt datt út. og í bæði skiptinn var hann með betri hendi í byrjun svona getur þetta nú stundum verið.

 Staðan er þannig að:

Ómar      14000

Garðar      9000

Davíð        8000

Kellinn kveður....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband