22.4.2008 | 22:59
Sanngjörn úrslit
Ég er enn í sjoki.
Hef ekki öskrað eins mikið af gleði í langan tíma.
Grant kom með snildar setningu sem lýsir þessum leik algjörlega.
,,Hann var góður, hann var óheppinn í markinu en varði vel, hann var Petr Cech," sagði Grant.
Við tökum þetta á Stamford bridge!!!!!
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég er liverpool aðdáandi og ég hef hatað riise frá því að hann kom og um leið og hann kom inná þá vissi ég að chelsea myndi na marki,,, ef ekki 2,,, það á að losa sig við þennan normann og allveg rustaði þessu þvi liverpool er ekki að fara vinna á Stamford :(
Magnús (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:36
sanngjörn úrslit ?
Liverpool var mun betra allan tímann og með yfirhöndina allan tímann, drogba gat ekki blautann og það sást varla í lampard..
Og að vera að státa sig af liðinu sínu fyrir þessa framistöðu finnst mér nú frekar kjánalegt.
Atli (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:40
Ég verð að vera sammála síðasta ræðumanni.
Einir Einisson (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 23:54
óþarfa svarsíni í þér Magnús..auðvitað eiga púlarar möguleika á brúnni og það bara nokkuð góða að ég tel...en þetta chelsea lið er reyndar ótrúlega seigt og snillingar að setja eitt svona í restina.
steiner (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 01:42
Þetta voru sko engan vegin sanngjörn úrslit, hvaða leik varst þú að horfa á?
Ólöf Ragnars (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 08:50
Davíð, varst þú að horfa á einhvern annan leik??'
Þórður Vilberg Guðmundsson, 23.4.2008 kl. 15:04
Doddi minn og fleir ég var að horfa á sama leik og þið. Sanngjörn úrslit segi ég einfaldelga vegna þess að liverpool eiga ekki skilið að komast í úrslita leikinn þessi keppni á að segja til um hvaða lið er best í evrópu. Það veit hver maður að það er ekki liverpool. Þar sem þrjú lið eru úr enskudeildinni þá segir það okkur að sterkasta eildin sé sú enska og ef við förum þanngað og skoðum hver eru bestu tvö lið bretlandseyja þá er það Chelsea og Manchester. Ef Chelsea vinnur svo Manchester um helgina þá er það eina sem skilur liðin af er C.Ronaldo og mörkinn hans. Ég veit alveg hvernig ykkur líður það getur verið erfitt oft að styðja þetta lið og er meistaradeildin það eina sem keppt er að.
Hvernig geta liverpool menn verið svona blindir tökum tölfræði úr þesum leik Liverpool með 12 skot að marki chelsea 7(sjálfsmarkið hjá riise ekki með í því) Liverpool 55% með boltan en Chelsea 45%. Þannig að Atli hvernig getur þú sagt "Liverpool var mun betra allan tímann og með yfirhöndina allan tímann" Það er einfaldlega ekki rétt fyrstu 25min þessa leiks var Chelsea með yfirhöndina. Liverpool fékk fyrstu sóknina sína á 12 mínútu leiksins(ég er ekki að semja neit allt tekið af soccernet.com) Chelsea voru með hættulega aukaspyrnu á 2min J.Cole var drullu óheppinn á 19min þegar hann fékk sendinguna. síðan eftir 25min snérist allt við. skrtel og carrager tóku drogba úr umferð. lambard átti aldrei að spila þennan leik vegna þess að hann var búin að vera frá í heila viku vegna alvarlegra veikinda móður hans(menn spila ekki svona leiki í þannig ástandi). Liverpool tók yfir leikin makalele gat ekkert og miðjan var frí fyrir gerrard sem var sá eini sem gerði eitthvað gáfulegt. Torres var bara hræddur við cech og skotinn hans voru bara léleg beint á hann. Chelsea voru svo komnir aftur inn í leikinn á 75mín þá fóru chelsea menn að renna sækja eitthvað af viti en enn var það skrtel sem stoppaði drogba og erfitt var fyrir chelsea að ná góðum skotfærum. Þanngað til hetjan ykar sá um þetta.
Ég geri ekki af vana mínum að svara ykkur úlpunum því það er engin leið að úlpa samþykki að liverpool sé ekki besta lið í heimi. En að tjúna sig upp af spjallinu á www.liverpool.is og fara svo að leita að chelsea mönnum sem eru sáttir með úrslitin og segja að þeir séu kjánar finnst mér mjög kjánalegt eða öllu heldur asnalegt.
Það er skrítið að fá svona mörg comment á svo innihaldslítið blogg. Þetta gerist bara ef liverpool mönnum eða feministum finnst hafa verið veigið að þeim :)... Ykkur er guð velkomið að skrifa eithvað sniðugt ef liverpool kemst áfram sem er einfaldlega ekki að fara að gerast því það væri einfaldlega kjánalegt.
Davíð Jóhannsson, 25.4.2008 kl. 00:17
Vá, þú ert bara með allt á hreinu. Þú veist þá líklega að meistaradeildin og enska deildin er ekki það sama? Árangur Benitez hefur verið með eindæmum góður í Meistaradeildinni síðan hann tók við Liverpool en það náttúrulega skiptir ekkert máli... Chelsea er ofar en Liverpool í deildinni og á þess vegna skilið að komast áfram í meistaradeildinni... þótt þeir sýni engan veginn í þessum leik að þeir eigi það skilið. Cech var ykkar besti maður og sá eini sem bjargaði því að Liverpool vann þennan leik ekki, þrátt fyrir að Riise skoraði þetta sjálfsmark.
Þetta uppnefni sem þið eruð komnir með á okkur liverpool aðdáendur er náttúrulega bara hlægilegt og sýnir bara hversu barnalegir menn geta verið þótt fullorðnir séu. Þegar ég spyr flesta Man Utd, Chelsea eða Arsenal menn um að útskýra þetta uppnefni svara flestir "Ég veit ekki, heyrði þetta bara einhversstaðar". Þú kannski getur útskýrt það fyrir mér?
Ég geri reyndar heldur ekki að vana mínum að svara svona cocky aðdáendum hinna stóru félaganna á Englandi en þegar þeir eru farnir að tala með rassgatinu stenst ég bara ekki mátið...
Einir Einisson (IP-tala skráð) 25.4.2008 kl. 16:06
Davíð minn
Ég hélt alltaf að það veiri meira vit í kollinum á þér vinur.
Maður á ekki að gjamma eins og Selfoss-jaski um eitthvað sem hefur ekki gerst og beita einhverri statistík samhliða. Þetta er bara hálfnað verkefni og ekkert hefur í raun gerst annað en að Liverpool hefur skorað tvö mörk (eitt fyrir hvorn aðilann).
Sálarlaus Stamford Bridge völlurinn kemur ekki til með að styrkja þitt lið því miður. Það er frekar að Liverpool eflist við allt skítkastið sem þeir fá yfir sig frá þessum annars andlausa klúbbi.
Jóhann Gunnar Stefánsson, 25.4.2008 kl. 17:55
Ég get sagt þér hvaðan úlpu viðurnefnið kom. Það er einfaldlega rakkið til þess að fyrir nokkuð mörgum árum voru seldar risa liverpool dúnúlpur hérna á íslandi. Þetta seldist eins og heitar lummur og voru margir liverpool aðdáendur þannig merktir á veturnar, ekki veit ég afhverju aðeins liverpool úlpur seldust svona vel. Þetta var fundið upp af man utd. aðdáendum. Ég veit nú ekki hversu mikið er hægt að tala um barnaskap þegar verið er að búa til svona orð og ég veit nú ekki betur en að svona orð séu algengur hlutur í okkar samfélagi. Selfoss-jaski, hnakki, spaði og önnur kjánaleg orð. Úlpa er þá heitir liverpool aðdáendur.
Pabbi minn ég hef verið að forða þér frá þessari hlið á mér. Mér finnst alveg afskaplega gaman að rífast um fótbolta og eina sem hægt er að nota til að bakka upp þín rök eru einfaldlega tölfræði. Tölfræði er eini mælikvarðinn sem er notaður eins og í öllu þá er tölfræði notuð til að mæla allt sem mælanlegt er í heiminum. Það sem gerir fótbolta deilur svona skemmtilegar er að óvissan í tölfræðinni er svo mikil og þar af leiðandi er fótbolti sú íþrótt sem erfiðast er að spá um fyrir úrslitum af öllum íþróttum í ÖLLUM HEIMINUM. Þannig að rétt er hjá þér að það þarf alltaf að bíða þar til úrslitinn eru klár. Ég skal lofa að reyna ekki að stuða ykkur meira.
Sammála þér Einir að hluta til og það er þá hlutin að Cech bjargað Chelsea. Ég nenni ekki að útskýra meira því ég er í prófum og hef einfaldlega ekki tíma. Ég gæti skrifað ritgerð hérna til að útskíra mína hlið á því að mér finnst Chelsea eiga skilið að komast áfram. Hún yrði uppfull að tölfræði og áræðinleika reikningum og þar af leiðandi uppfull af líkindafræði en ég er ný búinn að segja að fótbolti er óútreiknalegasta íþrótt í heimi þannig að það væri engin að taka mark á því sem í henni stæði. Það er enginn að segja að Benítez hafi ekki verið góður í meistaradeildinni það er einmitt það sem fer í taugarnar á öðrum liðum og er litið á sem metnaðarleysi. Berjast svo eins og ljón í þessum 13 leikjum og fá titillin besta lið evrópu meðan chelsea og manchester leggja sig alla fram í að berjast í þeim rúmmlega 60 leikjum sem liðin gætu þurft að spila yfir eina leiktíð þetta finnst mér bara ekki sanngjarnt.
Ég vona að ég hafi ekki farið neit yfir strikið eins og síðast þar sem ég vil ekki stofna til illinda við hann pabba kallinn sem er nú heitur poolari. ég hef nú ávalt óskað honum til hamingju þegar liverpool hafa farið illa með chelsea í meistara deildinni með marki sem í dag er búið að rannsaka að það var ekki mark http://www.youtube.com/watch?v=79FOSVZiiGE og svo síðast í vítaspyrnu keppni sem við chelsea menn erum ömurlegir í. Þannig að mestu leiti er ég enn fúll eftir þessa leiki en skítur gerist og ég sagði sanngjörn úrslit einfaldleg vegna þessa að þetta var fyrri hluti hefndarinnar :)
P.S. Það þarf góðan árangur í ensku deildinni til að komast í meistaradeildina. Þannig að ekki tala um að þetta sé óskilt markmiðið er að meistardeildin sé keppni bestu liða í hverju landi liðið í fjórða sæti er ekki besta liðið í því landi. Fjórða sæti er farseðill aðeins vegna þess að England er einn af stæstu styrktaraðilum UEFA. Ég býst ekki við því að ég hafi fengið þig til að skilja betur rassgatið á mér en ég hef vonandi svarað spurningunni þinni um úlpu viðurnefnið.
Davíð Jóhannsson, 26.4.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.