Þetta er meira "aksjón" en mótmælin

Maður spyr sig hverjum er hægt að kenna um. Svarið liggur í augum uppi okkur neytendum sem getum ekki hætt að drekkja okkur í skuldum. Við erum eins og lítil börn og seðlabanki íslands er að skamma okkur með því að hækka stýrivexti. Ég heyrði í útvarpinu í dag að þegar svona verðbólgu sprenging var síðast fyrir 20 árum þá sagði ríkisstjórnin af sér. Það væri gaman að sjá hvernig staðan væri ef við hefðum fengið vinstri græna í skipstjórastólinn. Það væri áhugavert að sjá hvort þeir hefðu geta siglt i gegnum þetta. Þótt sagan hafi kennt okkur að lítil gleði hefði fylgt því.

Ég er búinn að lesa nokkur blogg þar sem mikið er verið að tala um skemmtilegt "aksjón" sem fylgir vörubílstjóra mótmælunum. Mér fannst ekkert gaman að því nema jú þegar barnaníðungurinn (sem var handtekinn og sat inni í bretlandi sem kom í fréttum fyrir einhverjum 2 árum) var snúið niður og hantekinn í urriðaholtinu fyrir að mótmæla.

Þetta efnahag er alvöru "aksjón"

Davíð kveður.


mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Púkinn

Nokkuð sammála.  Frá sjónarhóli Púkans er stóra vandamálið að þjóðin hefur lifað um efni fram undanfarin ár og aðgerðir Seðlabankans hafa verið byggðar á röngum forsendum, samanber það sem Púkinn skrifar í þessari grein.

Púkinn, 28.4.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband