Færsluflokkur: Bloggar

Mars pókerinn....

Síðasta laugardag var pókerinn haldin heima hjá Ásgeiri og Eggerti. Þeir sem mæti voru gestgjafarnir,ég ,Ómar, Pálmi, Garðar og Óli Páll sem var að mæta í fyrsta skipti. Þeir sem komust ekki voru flestir staddir erlendis það er svo mikið veldi á þessum hóp. Fyrra spilið fór þannig að Ómar dettur út og síðan Óli því næst dett ég út. Ég hafði tapað stórum pott þegar ég var með KJ í hjarta og Eggert var með 3A í hjarta og í borðinu voru þrjú hjörtu eftir það spila gat ég ekki hugsaðu um neit annað. Ég kaupi mig inn aftur og 2 mínútum fyrir lokun á buyin koma Óli og Ómar aftur inn. Spilapeningarnir eru dreifðir mjög jafnt á milli þeirra sem eftir voru. Eftir stutta stund dettur Ómar út síðan Óli og þar næst Ég ekki sniðugt bouin hjá okkur :). Því næst dettur Eggert út og staðan er þannig að Pálmi býst við að hann sé að fara út og Garðar og Ásgeir eru með yfirhöndina. Pálmi fær smá með byr og vinnur sig upp og Garðar dettur út. Þá eru Pálmi og Ásgeir eftir. Ásgeir var búinn að tala um að honum hafi gengið illa í síðustu spilum vegna þess að hann hefur tekið uppá því ásamt hinum spilurunum að drekka ekki á meðan verið er að spila. Þannig að hann var með áfengi við hönd í fyrra spilinu og gekk þetta svona ljómandi. Hann var samt hættur að opna bjóra undir lokin og endaði með að Pálmi var chipleader og eftir nokkur spil í heads up þá fara þeir all-in og Pálmi vinnur þetta.

Seinna spilið tók Eggert ekki þátt í og vorum við sex að spila það það skipti nú ekki miklu þar sem verðlaunaféð átti eftir að verða hærra en í því fyrr. Í fyrra spilinu voru þrjú buy-in í því seinna voru fimm. Spilið byrjaði asnalega og var asnalegt fyrsta klukkutímann. Ásgeir ákveður að spila blint og ég veð í hann og hann leggur undir 1/5 af byrjunar fénu eftir flopið ég held áfram og byrja að tjá mig um hvað þetta á eftir að koma sér vel fyrir mig Ásgeir ákveður að skoða spilin og foldar. Ég var auðvita ekki með neitt og ég byrja seinna spilið mjög vel. Eftir tvær hendur fer Garðar, Ásgeir og Óli All-in sem Óli tekur og er orðin svakkalegur chip leader. Ásgeir kaupir sig inn. Garðar er með smá stafla sem hann nær að fimmfalda í næsta spili og er orðin ágættur. Núna fer vitleysan að byrja Ásgeir byrjar að spila glórulaust leggur nær alltaf 1/4 af spilapeningunum þegar hann hefur skoðað fyrstu tvö spilin sín þetta gerir það að verki að hann dettur út og kaupir sig aftur inn. Núna er ekkert hægt að gera nema vera með góðspil því Ásgeir hættir ekki sinni spilamennsku og leggur ofurboð á borðið Garðar dettur út á móti Ásgeiri og kaupir sig aftur inn. Ég tekk upp á þeirri hugmynd að folda þannga til buy-in tíminn klárast sem er klukkutími frá byrjun og tek eftir að Ómar hefur tekið upp á því líka þegar 3 mínutur eru eftir fæ ég mjög góð spil og ákveða að spila á það þetta endar með að Ásgeir Pálmi og Ég enda all-in og ég tek þetta og er kominn með chip leaderinn. Það hefur verið í gildi hjá okkur að sá sem tekur fyrst afgerandi chip leader endar ekki sem sigurvegari gott fyrir mig þar sem Óli var búinn að taka það að sér. Pálmi og Ásgeir kaupa sig aftur inn. Óli dettur út og síðan Ásgeir. Spilapeningarnir eru mest megnið já mér en hafa minnkað lítilega.Garðar dettur út á móti mér og ég er orðin nokkuð stór. Spilapeningastaðan breyttist lítið. Þar til Pálmi og Ómar fara all-in og Pálmi tekur þetta. Þá er það ég og Pálmi sem keppum um fyrsta sætið. Þetta byrjar með sterkri sókn frá báðum aðilum og Pálmi tekur chipleaderinn. Síðan snýst þetta við aftur og ég tekk þokkalega forystu þar til ég er stóriblindur með 49 Lauf og Pálmi með JJ í flopinu kemur 356 tveir spaðar og 1 lauf. Ég hækka þar sem ég hef góða möguleika á röð Pálmi sér og hækkar meira ég fer all-in hann hugsar sig aðeins um og tekur því svo turnið sýnir laufa tvist og svipurinn á Pálma er rosalegur. Nú getur aðeins 4 bjargað honum of riverinn er tígul 9 eg hefur engin áhrif þar með sigra ég þetta með smá drama.

Staðan er þannig að ég er með 2 sigra á árinu ásamt Ómari Pálmi kemur svo með 1.

Heildarstaðan á árinu

Davíð    16000

Ómar    15000

Pálmi    3000

Aðrir eru í mínus þar sem sigurvegarinn tekur allt og annað sæti þarf ekki að borga........


Loksins orðin ríkastur

Þessi maður er búinn að vera lengi í öðrusæti á þessum lista. Þetta er einn af þeim fyrstu sem fóru að braska með vaxtavexti. Þegar hann útskrifaðist úr viðskiptafræði þá hélt hann kynningu á vaxtavöxtum og eftir fundinn bauð hann öllum sem litust vel á hann að fjárfesta í fyrirtæki sem hann vildi stofna í kringum þessa hugmynd eitthvað af fólkinu tók í þessa hugmynd og skelltu sér á þetta það var án efa besta fjárfesting sem nokkur maður hefur nokkru sinni gert síðan fyrirtækið var stofnað hafa hlutabréfin hækkað að meðaltali um 25% árhvert. Það er frekkar erfitt að eignasthlut í fyrirtækinu því ekki er úr miklu að moða og síðan fyrirtækið var stofnað hefur aldrei verið aukið hlutfé og kostar einn hlutur að mér minnir um 25000$.

Mér persónulega þykkir þessi maður snillingur. Hann er þekktur í viðskiptaheiminum fyrir að kaupa aldrei hlutabréf þegar allir eru að kaupa og selur aldrei þegar allir selja. Hann hefur ávalt keypt fyrirtæki og byggt þau upp og selt svo. Eftir sóttasta viðskiptagrein í heimi er sú sem hann skrifar í ársskýrslu fyrirtækisins. og bíða þessir forbskallar eftir því árhvert.

Maður er líka snilingur að því leiti að hann er afskapplega nægjusamur. keyrir um á 1998 rolls royce sem ég held að hann hafi samt uppfært á síðasta ári. Er í brids klúbb með Bill Gates. Hann gefur Bill gates foundation 90% af auðæfum sínum þegar hann deyr. Mikið var fjallað um það á sínum tíma og hann svaraði því að fjölskyldan hans fengi alveg nóg til að gera það sem þau vildu en ekki nóg til að gera ekki neit.

Sannkallaður snillingur.


mbl.is Warren Buffet ríkastur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boston legal auglýsing?

Var þetta ekki umfjöllunarefnið í þar síðasta Boston legal þætti?
mbl.is Tíu ára nautabani í Perú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Super Sunday!!!!!

Sunday, March 23, 2008
TIMEHome AwayVENUE
13:30 UKMan Utd v LiverpoolOld Trafford
16:00 UKChelsea v ArsenalStamford Bridge

Það styttist í stóra daginn. 

Saturday, April 26, 2008
TIMEHome AwayVENUE
12:45 UKChelsea v Man UtdStamford Bridge

Ef stóri dagurinn fer eins og hann á að fara þá er það þessi sem maður bíður eftir.


Mikið verður gaman að sjá chelsea í fyrsta sætinu eftir 2 mánuði

Heimsókn í Össur

Sæl

Ég fór í heimsókn í Össur í dag í faginu framleiðsluferli ég fer síðan aftur í faginu hermun á föstudaginn. Þetta er alveg ótrúlega töff fyrirtæki. Þessir gerfilimir sem eru framleiddir eru alveg rosalegir. Rosaleg færibanda vinna. 

Ég er búinn að vera taka eftir svolitlu sem er að pirra mig. Afhverju er erfitt að komast yfir stream download þessa dagana það er verið að loka á þetta útum allt. Það hlaut að koma að því......... 


Það er spurning hvað maður sé að læra??

Það er alltaf gaman að heyra hvernig fólk lítur á verkfræðinámið. Nú í dag voru skilaboð frá nýju kaffivélinni í vinnuni "empty trays" og sá sem var að fá sér kaffi tæmdi úrgangs kaffið og seta allt á sinn stað vélin var ekki tilbúinn í að veita honum kaffi og kom með sömu meldinguna aftur. Ekki leið á löngu þar til biðröð myndaðist við kaffivélina og í henni var sögumaður. Þegar ekkert gekk þá var snúið sér að mér og sagt "þú getur lagað þetta, ert þú ekki í verkfræði". Það er alveg ótrúlegt hvað maður sem nemandi í verkfræði heyrir þetta oft. Það er líka alveg frábært þegar fólk er að reikna eitthvað í huganum og er ekki alveg búið að reikna þá er stundum kallað eitthvað eins og hvað er 1457*317 maður byrjar svo að hugsa með svo kemur hinn aðilinn með svarið þá er ósjaldan sem því fylgir ekki "ertu ekki í verkfræði". Þetta er rosalega mikið sagt hjá iðnarmönnunum sem eru búnir að sannfæra sig um það að verkfræðingar séu fífl. Á minni lífsleið þá hef ég aldrei heyrt verkfræðing segja að iðnaðarmenn séu vitlausir ég hef aftur á móti heyrt iðnaðarmenn oft segja það ásamt því að ég hef heyrt kennara í iðnskólunum segja þetta um verkfræðinga. Það er samt skiljanlegt að fólk ætlist til að við séum alltaf með svarið það er jú það sem verkfræðingar eiga að gera þ.e. finna/búa til lausnir og svör.

Ég var í rennismíðanámskeiði í hafnarfirði og kennararnir gerðu í því að láta okkur líða eins og við værum heimsk með ummælum líkt og að láta okkur reikna í huganum og ef svarið var ekki komið eftir 1 sekúntu þá byrjaði kennarinn að segja hversu klár hann væri að vita svarið og sagði svo svarið og lét fylgja "eru þið ekki í verkfræði". Þessa minnimáttarkennd finnst mér alveg ótrúleg. Þeim fannst líka rosalega gaman að gera grín að okkur fyrir að skilja ekki hvernig fræsir og rennibekkur virkuðu. Því auðvita lærum við það á einum mánuði í okkar námi en þeir sem læra að vera rennismiðir þurfa að læra það í 4 ár. 

Það mæti halda að fólk haldi að í verkfræðináminu sé námskeið sem heitir allt sem allir iðnaðarmenn læra á 4 árum sem sé 3 eininga fag. Ásamt kúrsum eins "hvernig virka öll heimilistæki","hvernig á að reikna jafn hratt og reiknitölva" og "hvernig á að laga allt". Ég er byrjaður að gamni mínu að þegar ég hitti fólk sem er í læknisfræði að benda handahófskennt á einhvern stað á líkamanum og segja að ég finni til og spyr svo hvað sé að. 

Þetta verður alltaf jafn fyndið:)

 Verkfræðineminn kveður

 

 


Febrúar pókerinn búinn

Þá höfum við lokið febrúar pókerinum í þetta skipti var það hjá Pálma og gekk okkar manni mjög vel. Það voru spiluð tvö tournament og ég lenti í öðru sæti í fyrri leiknum og sigraði seinnileikinn. Ég klúðraði fyrra spilinu þar sem ég var kominn með yfirhönduna á móti Ómari en varð kærulaus og fór í glórulaust allin.  Í seinna spilinu lenti ég aftur á móti ómari og búinn að læra mína lexíu úr fyrra spilinu tók ég hann mjög sannfærandi. Ómar endaði með 8000kall í plús og ég með 11000kall í plús. Þetta þýðir að ég er kominn réttu meigin við núllið í þessum pókerklúbb var í  -2000kalli. Það er ennþá langt í Ómar sem trónir á toppnum. Það eru 10 pókermót eftir á árinu og gaman verður að sjá hver fær montverðlaunin og getur titlað sig sem besti pókerspilarinn. Ég skemmti mér konunglega og skemmtileg þróun að það voru aðeins drukknir 2L af bjór mannskapurinn er greinilega að leggja áherslur á pókerinn frekkar en félagsskapinn.

 Davíð "Stu Unger" Jóhannsson kveður 


Jæja þá er haustönnin á enda.

Jæja þá hef ég lokið öllum áföngum sem eru til b.s.prófs í iðnaðarverkfræði á haustönn. Núna eru eftir 6 fög á vorönn og þá er þessi gráða kominn. Mér lýst mjög vel á á fögin sem ég er í en þau eru:

Hermun- Búa til hermunarforritt fyrir kerfi í matlab og C.

Iðnaðartölfræði- Allgjört snildarfag allt sem þú vissir ekki um tölfræði ertu að læra núna. Tölfræði hefur lengi verið mitt 5 áhugamál.

Varma- og varmaflutningsfræði- Nokkurn veginn efnisfræði og þá einblínt á varma og gas. 

Þróun hugbúnaðar- Vinna verkefni í microsoft office visio sem er án efa eitt asnalegasta forrit sem til er teiknar ýmsa ferla og rit sem notaðir eru við þróun.

Töluleg greining- Síðasta stærðfræði glíman skemmtilegur fylkja reikningur og nálgunarfræði. Mikil æfing í matlab sem er snild.

Framleiðsluferli- Þetta er bara skemmtilegt fag. Farið í framleiðslugeiran og það beint á gólfið kynning á rennibekkjum, fræsi og tilheyrandi. Í þessari viku sit ég á námskeiði um rennismíði í iðnskólanum í hafnarfirði laugardagana frá 9-17 og þriðjudag og fimmtudag frá 17-21.

Síðan þurfa allir sem útskrifast af véla- og iðnaðarverkfræðiskori að ljúka námskeiði í plötusmíði sem eru 30 tímar sem ég fer á beint eftir rennismíðina.

Önnin legst vel í mann og mig hlakkar til að ljúka þessu.

Skóli kveður


Leiðrétti sjálfan mig.

Ég sagði einhvern tíman að það væri óvenjualgengt að fólk fæðist með tvö kynfæri þ.e. kynfæri karls og konu. Ég kváði að það væri í kringum 1/10000 sem fæðast þannig en ég verð að leiðrétta þetta því rétta svarið er 1/25000. Ég sagði einnig að mínar líkur væru ekki alveg áræðinlegar en þeir sem ég var að fræða um þetta sem ég skil ekki afhverju ég á að vita eitthvað um :) voru harðir á að þetta væri tómvitleysa að þetta væri miklu sjaldgæfara. 

"Lynn Edward Harris, born Lynn Elizabeth Harris, 09/13/50 at 6:12 p.m. P.D.T. in the city of Orange, California, USA, south of the Los Angeles County line.

On November 8th, 1973 at age 23 Harris was clinically diagnosed by a team of specialists as possessing a rare, complex, congenital condition known as "True Hermaphroditism" [Intersex] with undescended, sub-sized ovotestes i.e. "gonadal mosaicism" found in approximately 1-in-25,000 births. [Statistic source: New England Journal of Medicine, 01/14/98.]

Due to ambiguously-formed genitalia at birth [stunted penis; divided scrotum; and vagina], Harris, (mal)assigned "female" by both parents and pediatrician, was raised as such and continued living in said social gender role until age 29 (1979) --- six years after the disclosure of this fixed, irreversible, yet-evolving biological state."

Ég get full vissað ykkur um að ég var ekki að google þetta. Þetta er linkur á b2 hér 

Vildi bara deila þessu með ykkur.


Aftur er það sniðug síða.....

Ég benti á www.joox.net um daginn en fyrir nokkrum dögum ákvað ég að kíkja á síðuna sem hefur að geyma allt sem er á www.joox.net . Það er síðan www.stage6.com sú síða er mesta snild í heiminum. Þar er hægt að skoða kvikmyndir og þætti í streymi og hægt að niðurhala að vild. Það besta er að gæðin eru nokkuð góð ég er að fylgjast með nýjustu prison break af þessari síðu og eina sem truflar mann er spænskur texti. Þar sem þetta er frítt þá er nú ekki hægt að kvarta. Ég fletti upp seinfeld þar sem ég er mikill aðdáandi þeirra og á allar seríur nema 2-3-4 ég fékk upp nokkra þætti í seríu 3 en það var spænskt tal þannig að ekki var það að gera sig. Þetta er algjör snild.

www.stage6.com

Ég held áfram að benda á sniðugar síður ef ég finn eitthvað.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband