Færsluflokkur: Bloggar

Heyr mína bæn....

Heyr mína bæn, mildasti blær.

Nú er verið að fylla á kraftvél sjálfstæðisflokksins og vélin tilbúinn að leggja af stað í þetta sinn er það gamall varahlutur sem hefur verið setur í vélina. Það er betra að hafa gamlan varahlut sem virkar en nýjan sem var gallaður. Þessi gallaði hlutur verður flottur í þríhjóli andstöðuflokkanna.

Þegar þessar óvæntu en skemmtilegu fréttir bárust mér þá varð ég mjög ánægður því að réttlætið hefur sigrað. Það er gaman að hugsa til þess að það er mánuður síðan sjálfstæðisflokkurinn sendi bækling inná hvert heimili í höfuðborginni. Ég vil trúa því að það tengist þessu.

Ég hef tröllatrú á þessum meiri hluta. Í lokinn vil ég benda á að þessi 6100 manns sem kusu frjálslynda eru að mestu námsmenn sem vildu frítt í strætó. Ég persónulega þekki all marga sem kusu þá aðeins vegna þessa. Ég vil óska frænda mínum og hinum í sjálfstæðisflokkinum til hammingju.


mbl.is Nýr meirihluti í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsliðið

Þetta lítur ekki vel út. Við erum kominn í milliriðilinn en ef við töpum á móti frökkum þá komum við í hann með 0 stig en svíþjóð kemst með 1 sigur og frakkar með tvo og þá þurfum við að sigra öll liðin í hinum riðlinum til að komast áfram. Liðin í þeim riðli eru ekki af verri endanum þ.e. heimsmeistarar Þjóðverjar,  sigurstranglegasta lið mótsins Spánverjar síðan eru það hvítrússar og ungverjaland. Það lítur allt útfyrir að hvítrússar taki pokann sinn. Ég vona það svo innilega að við vinnum frakka á eftir og komum í milliriðilinn með einhver stig. Það er vonandi möguleiki að íslendingar fari í einhvern ham og rót bursti þetta.

Eftir þessa tvo leiki er ég áhyggjufullur eins og svo margir.


Aftur er það sniðug síða

Mér finnst alveg merkilegt að það voru ekki margir sem vissu af www.radioblogclub.com sem er algjör snildar síða þar sem hægt er að finna öll lög sem maður vill hlusta á og hægt að setja saman playlist.

Það voru margir sem ég þekki að nota www.tv-links.co.uk hún er mjög oft niðri. Síða þar sem hægt er að horfa á kvikmyndir og þætti beint af netinu. Ég fann aðra sem hefur góðan niðurhalshraða. www.joox.net þar er slatti af myndum og einhverjir þættir. Það skemmtilegasta er að mikið er af gömlum klassískum myndum að detta þarna inn. Það er ekki nema um 100 kvikmynda linkar þarna og alltaf verið að henda út og setja nýtt inn.

Enjoy....  


Síða sem er skemmtileg í 10 mínútur.

Ég verð að deila með ykkur síðu sem ég er búinn að leika mér á í heilar 5 mínútur en á aldrei eftir að nota hana aftur. Ég ákvað að henda mér inná á síðuna www.starsinyou.com eftir að menn í vinnunni voru að segja að pabbi minn liti út eins og Radek Cerny hjá tottenham hotspur það er hægt að sjá radek cerny með því að ýtta á nafnið síðan dæma þeir sem vilja. Þeir sem hafa ekki séð pabba gamla þá er það bráðmyndalegi maðurinn sem gengur undir nafninu johanngunnar í bloggvinir hér til hliðar. Eini maðurinn sem ég hef verið líkt við er Woody Harrelson og þá í tengslum við myndina natural born killers. Síðan www. starsinyou.com gerir þér kleyft að setja mynd af þér á síðuna og þegar andlitið hefur verið skannað þá matchar gagnagrunnur við myndir af hollywood fólki. Það voru engin smá nöfn sem ég fékk en ég sé engan veginn tenginguna:

78% Enrique Iglesias

72% George Clooney

67% Colin Farell

65% Harry Belafonte - bananaboat

Það var svo einn kvennmaður sem skoraði hátt

 70% Alyssa Milano - Flottasta nornin í charmed

Ég set líka eina sudda mynd af mér og fékk:

77% Tommy lee hahahah


Þegar ég var ungur.....

Það er merkilegt hve miklar breyttingar hafa orðið frá því ég var ungur og er ég 24 ára í dag. Þegar ég var ungur þá kostaði bensín líterinn innan við 100kr/L. Þegar ég var ungur þá voru örfáir gsm símar. Þegar ég var ungur var ég með 290kr á tímann í unglingavinnunni. Þegar ég var ungur þá keypti maður pland í poka fyrir 50kr. Þegar ég var ungur þá var einfaldur lottó vinningur næstum 1 milljón. Þegar ég var ungur þá var rándýrt að komast á internetið. Þegar ég var ungur þá var ekki til dvd. Þegar ég var ungur þá var ekki létt að fá lán í banka. Þegar ég var ungur voru ekki til geislaspilarar í bílum. Þegar ég var ungur þá var 100.000kr mikill peningur. Þegar ég var ungur þá voru ekki til vetnisbílar. Þegar ég var ungur þá var ekki til ipod. Þegar ég var ungur þá voru "386" pc tölvur sem eru u.þ.b. 650.000 sinnum lélegri en venjuleg heimilistölva í dag. Þegar ég var ungur var besti ferðamátinn á internetinu 56K módem sem er 71 sinnum hægara en 4Mb tengingar sem er það algengasta í dag, 214 sinnum hægara en 12mb sem er ein hraðasta tenging í dag. Þegar ég var ungur þá fór maður í sparifötum í bíó. Þegar ég var ungur þá var ekki svona dýrt að vera til.

 Þetta er alveg makalaust


Ég fékk skemmtilegan póst.

Sæl verið þið ég fékk skemmtilegan póst frá mann sem ég ætla að nefna Brynjar. Brynjar benti mér á að í ávarpi mínu þá skein það í gegn kunnátta mín í stafsetningu. Brynjar er góður í íslensku og hefur verið duglegur að leiðrétta mig þegar ég fer með rangt mál. Ég get ekki sagt að það fari í taugarnar á mér þvert á móti þá verð ég mjög þakklátur því ég vil tala og skrifa rétta íslensku. Brynjar fann 25 villur í ávarpinu mínu. Orðið blogg var þrisvar vitlaust ég skrifaði blog sem er útaf þessari heimasíðu. 8 af 25 orðum sem voru vitlaus byrjuðu á bókstafnum b. Lengsta orðið var 17 stafir. Styðsta orðið var 4 stafir. Mest voru þrjár villur í sömu setningu algengast voru 2 villur ef ég var að gera villu í setningu. Ég er ekki að fara leiðrétta þetta strax en þeir sem hafa gaman af íslensku geta athugað hversu margar villur þeir finna í ávarpinu og einnig í þessari færslu.

Lesblindi Davíð kveður.  


Nýársávarp Davíðs

Kæru landsmenn

Þegar maður lítur yfir síðasta ár þá er ýmislegt sem stendur uppi. Það er auðvita BDSM málið sem var alveg ótrúlega fyndin frétt. Hvað var málið með að hann hafi komið og reynt að kært hana fyrir nauðgun alveg ótrúlegt. Ég hafði gaman af sigri sjálfstæðisflokksins í ríkistjórninni aðalega þar sem ég fékk að upplifa stemmninguna á brodway með hinu sjálfstæðisfólkinu. Sjokkið af REI málinu verður vitnað oft í á komandi árum. Mér fannst það skína í gegn á þessu ári hvað íslendingar eru að verða vitlausir. Í hverri viku var einhver bull frétt sem fólk gat tuðað yfir. Á þessum síðustu mánuðum ársins var farið að tuða yfir alveg ótrúlegum hlutum og voru það oftast feministar sem voru að gera sig að fíflum. Hvít barnaföt á spítölum í staðinn fyrir blátt og bleikt alveg fáránlegt að eyða plássi í sjónvarpi og útvarpi fyrir svona ónauðsynlegt rugl. Það eru alltof margir sem telja sig með góðar skoðanir. Það er mjög skemmtilegt að heyra alltaf að fólk eigi að segja sínar skoðanir mér finnst að það sé kannski sniðugra að segja fólki að pæla í skoðunum sínum áður en það tjáir sig. Það hafa allir fengið að heyra hugsaðu áður en þú talar hvernig væri að fara eftir þeim fyrirmælum. Ef fólk getur ekki hugsað áður en það tjáir sig þá á það bara að stofna blogsíðu eins og ég gerði. Það er alveg ótrúleg sókn í blogheiminum sem er mjög gott það er samt roslega mikið lesið af blogsíðum sem er mis gott. Það eru ekki allir jafnir sumir eru klárari aðrir fallegri og en aðrir sterkari en næsti maður öll erum við misjöfn og öllum höfum við kosti og galla. Ég er alveg kominn með ógeð á þessu jafningja tali. Það er svo mikið verið að berjast fyrir því að ekki sé mismunun að mér finnst eins og það sé búið að búa til eitthvað norm og það er verið að draga alla þanngað. Manneskjan er sköpuð misjöfn því henni eru ætlaðir misjafnir hlutir þetta er það sem ég trúi og hef sterka trú um að svo sé. Í dag er normið að allir krakkar fari í menntaskóla eftir grunnskóla og að allir eigi svo að fara í háskóla. Það er einfaldlega hægt að sjá það með því að skoða fjölgun í þessa skóla á síðustu árum. Það er ekki af því að íslenskir krakkar eru að verða svo klárir þvert á móti nýjustu rannsóknir sýna að íslenskir krakkar eru að verða heimskari. Það er bara búið að finna leiðir til að létta námið svo fleiri komist í gegn mér finnst þessi stefna brjót þvert á lögmál lífsins þeir hæfustu komast áfram. Þetta er í atvinnulífinu þeir hæfustu komast lengst þetta er í öllu en það er verið að draga úr þessu í náminu svo allir geti fengið námsgráður. Þetta finnst mér ekki sniðug stefna að taka hindranir til að létta leiðina. Ég veit vel að mikil bæting hefur verið fyrir lesblinda sem áttu ekki sjéns en það er engin að segja mér að helmingurinn af íslensku þjóðinnu sé lesblind þar sem fjöldi í háskóla og menntaskóla hefur þrefaldast á síðustu árum. Þetta er kommúnisti.

Það er alveg ótrúlegt hvaða fólk kemst í sjónvarpið og fyrir hvað. Það komst kona í kastljós fyrir að skrifa á blogginu sínu að það væru ekki nógu margar konur gestir í silfuregils. Svo er alltaf eitthvað lið komið í kastljós eftir ummæli sín í bloggheiminum oftast fyrir að segja að einhver sé vitlaus. Það er líka búið að vera ótrúlegt hvað sum málefni eru bæld niður. Þar vil ég nefna útlendingana aðalega það má ekki gagnrýna útlendinganna þá ertu stimplaður rasisti. Það má samt gagnrýna okkur hin og við þurfum að breytta okkur og laða okkur að breyttingum. Hvar er jafnréttið? Greiið Guðjón hjá frjálslyndum þegar hann sagðist vera með útlendingafrumvarp hann og flokkurinn voru gagnrýndir heiftarlega fyrir það eitt að hafa skrifað frumvarpið. Það er ótrúlegt hverju íslendingar eru að fórna það nýjasta er svo umræðan um trúnna. Við endum auðvita trúleysingjar. Það sást greinilega á síðasta ári hvað Íslendingar trú á Range rover og flatskjái. Það hefur heldur betur fjölgað i lífsgjæðakapphlaupi Íslendinga og það er ekki útlit fyrir að við fáum sigurvegara í nánustu framtíð. Uppeldisstefna landans hefur eitthvað klúðrast. Við Þóra keyptu ljós í stofuna á 6.000kall af barnalandi rosalega flott fórum og sóttum það í breiðholtið komum inn á heimilið þar var verið að skipta um þetta ljós fyrir nýrra en þetta ljós var 6 mánaða gamalt og kostaði nýtt 20.000kall á þessum 22 árum sem ég bjó hjá mömmu minni þá var held ég fjárfest í tveimur ljósum eitt var afþví að það var ekki ljós þegar við fluttum hitt var ljós sem var set upp í herberginu mínu og var afmælisgjöf. Það er kannski sniðugra að rækta sjálfan sig og nota höfuðið aðeins. Á meðan ég kveð gamla árið þá vil ég benda á að 2008 verður árið þar sem ég ætla að taka tíma og skoða landið ég kvet alla til að gera slíkt hið sama það er ótrúlegt hvað hægt er að njóta þess að vera íslendingr ef maður bara opnar augun. :)

Davíð Kveður


Hvernig voru jólin?

Ég óska öllum gleðilegra jóla.

Ég fór á þorláksmessu í skötuveislu hjá gumma og skatan í ár var mjög góð og í rólegri kantinum. Ekki nóg með að maðurinn bauð uppá ljúfenga skötu þá var nóg af öðru gúmelaði á hlaðborðinu. Ásamt skötunni var saltfiskur sem fólk var að tala um að hafi verið algjör snild ég ákvað að trúa þeim bara því ég týmdi ekki plássi í maganum fyrir neit annað en skötuna. Ég fékk mér samt karrí síld sem er mesta snild í heimi en maður borðar alltof lítið af.

Aðfangadagurinn var rólegur og fínn. Ég og Þóra tókum bara gamla klassík á þetta og vorum heima hjá afa mínum og ömmu. Þar hefur verið boðið uppá ljúfengan hamborgarahrygg síðan ég man eftir mér og ekki undartekning þetta árið. Eftir matinn var svo farið í að opna pakkana.  Ég fékk jakaföt, spariskó, skyrtu, náttbuxur, gallabuxur, soka, gsm, jólaskraut, sænguver, kaffivél og svuntu.

Á jóladag fór ég til fífu frænku að borða reykt sauðskjöt matur sem klikkar aldrei! Eftir matinn var svo keppt í bingó og sigraði pabbi í upphitunar bingóinu enda vanur bingóspilari. Það var svo óvæntur sigur í úrslita bingóinu það var fjögramanna jafntefli. Þegar rýnt var í spjöldin þá kom í ljós að bingóstjórinn sem var að spila með hafði gleymt sér aðeins og var búinn að vinna fyrir löngu. Þannig að sigurvegarinn var Birna sísí. Við Þóra skeltum okkur svo út á álftanesið til að athuga hvernig jólin voru hjá þríburunum og um kvöldið tók ég langþráðann póker sem var aðeins 4 manna en það var allt í lagi.

Á annan í jólum var mikið um afslöppun kíktum í heyrnleysingjamessu klukkan 2 í Grensáskirkju. Ég horfði á 40 mínútur af fyrri hálfleik í viðureign Chelsea og Aston villa og staðan var 0-1 fyrir Aston villa. Þegar ég kom úr messunni var staðan 3-3 og Carvahio að fá rautt. Ballack skorar á 85 mín og ég að öskar af gleði á 92 mín er rautt á a. cole og víti á Chelsea  og þá öskraði ég af gremju og leikurinn endaði 4-4. Síðan kom Gummi í heimsókn og við opnuðum bjór og kíktum á Sunderland-ManU sem var leiðinlegur leikur þetta var leikur kattarins að músinni 0-4 fyrir ManU. Um kvöldið fór ég í kalkún til Didda sem er svakkalegur kokkur og ég tróð í mig það mikið að mig verkjaði í maganum.  Kíkti á Jón Pál heimildarmyndina sem er rosalega góð gaman að sjá að hann hafi verið sjálfstæðismaður.

Ég verð svo út á álftanesi á gamlárskvöld Þar verður kokkað eitthvað flott. Ég var setur í forréttinn og fólk er að óska eftir humri. Ég hef ekki ákveðið hvernig mér langar að tækla þetta en það er alveg á hreynu að þetta verður snild.

Kellin kveður 


Jólafrí

Þá er þessum skóla loksins lokið í bili og maður getur komist í jólaskapið.  Það er alveg ótrúlega leiðinlegt að vera í prófi 21.des. Ég hef alltaf lent í þessu og alltaf verður maður brjálaður undir lokinn. Þá byrjar maður að blóta prófunum og skólanum ekki bætir úr skák að eiga svo afmæli í þessari vitleysu. Ég ætla nú rétt að vona að ég sé búinn með jólaprófaskammtinn í bili eða þar til maður leggur í M.S. sem ég ætla ekki að fara í fyrr en eftir svona 2-3 ár alveg kominn nóg skóli. Ég hlakka alveg ótrúlega til þegar þetta B.S. nám er búið og ég get fengið að vinna í friði og chillað um helgar og notið þess að fara í sumarfrí.

Þá verður hægt að rétta úr fjárhaginum sem er hægt að líkja sem Normal-kúrvu sem toppar að sumri til og botar í janúar. Það verður vonandi breytting á því þar sem Þóra fær væna fúlku í janúar eftir að hafa unnið eins og skepna á meðan ég hef verið að læra. Fyrir þá sem ekki vissu þá fór hún í eitt próf 3.des en var samt í 21 einingu á þessari önn í kennaraháskólanum. Þannig að hún fær fullt námslán ofan á vinnuna. Þannig að ég tek hlutverk láglauna makanns svona rétt áður en ég sting af..... :)

Fyrir utan að 21.des hafi veit mér jólafrí þá hefur hann líka veit mér vonbrigðum. Ég var búinn að plana góða tíma í kvöld með bjór og öllu tilheyrandi. Það eru svo allir á kafi í jólastressi eða í útlöndum og ég gleymdi að kaupa bjór. Algjört klúður......

Ég verð bara að bíða eftir morgundeginum svo er það SUNNUDAGURINN!!! skötuveislan mikla í furugerðinu. 4kg af vel kæstri vestffirskriskötu handa 3. Ég get ekki beðið.. jú annars ég hef beðið í 363 daga ég held að tveir í viðbót sé í lagi.

Jóli kveður


Tussuduft


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband