Þetta er samt stórhættuleg fíkn

Eins og svo margir þá var ég mikið í tölvum á mínum yngri árum. Maður spilaði tölvuleiki 5-7 tíma á dag og stundum meira um helgar. Fíknin kemur upp þegar manni leiðist en það drepst í henni um leið og maður finnur sér eitthvað að gera. Það sem er svo skemmtilegt við tölvufíknina er að hún spyr ekki um aldur. Það er svo mikið af fólki sem heldur að þetta tengist bara krökkum en ástæðan fyrir því er auðvita sú að þau hafa svo mikin tíma og ekkert fyrir stafni. Meðan ábyrgð sest á mann með aldrinum og þroskin til að forgangsraða gera það að verkum að maður hættir. Það er í menntaskóla sem flestir hætta þó ekki allir og það er kannski pressan að vera töff sem fær þig til að hætta. 

Í dag er þetta allt öðru vísi en þegar ég var ungur. Það voru ekki svo margir í tölvum eins og í dag. Í grunnskólum í dag ertu bara asnalegur ef þú átt ekki einhvern kall í World of Warcraft eða ert ekki góður í counter strike. Ég held að ástæðan sé kannski grafíkin í dag sem er það góð að það þarf ekki eins mikið ímyndunaraf. Með tilkomu adsl þá komu allir netleikirnir. Þá ertu að spila við Pétur og Pál út í bæ í staðinn fyrir tölvuna sem gerir þetta en þá raunverulegra.

Ég man vel eftir hvað faðir minn fannst þetta asnalegt eins og svo mörgum en svo kynntist hann leik sem ég var að spila sem heitir civilization þar sem þú velur þjóð í sögunni og byrjar á steinöld og endar með að skjóta geimflög út í geim. Hann varð dálítið heltekin af þessum leik og man ég eftir því þegar hann hringdi í mig og spurði hvernig hann á að finna uppá knörr því ættbálkurinn hans var fastur á eyju og vildi byggja borgir á nærliggjandi eyjum. Ég var 12ára þegar þetta var. Það sem ég man best úr þessu og Bjössi félagi minn var að pabbi tók sér til og þýddi leikinn á íslensku svo ég gæti skilið hvað væri að gerast. Mamma mín fékk smá fíkn í kapal eins og svo margar mæður. 

Ég er alltaf að segja hvað mér finnst World of Warcraft kjánalegur leikur. Allt konseftið byggist á fíkn. Til að kallinn þinn í leiknum verði með allt besta dótið þarft þú að spila leikinn í 1-1,5 ár fer allt eftir því hversu heppinn þú ert. Það skemmtilegast er svo það að leikurinn er uppfærður á 1-1,5 ára fresti þannig að það er alltaf komið betra dót sem þú getur fengið og alltaf tekur það 1-1,5 ár að fá allt. Hvernig sem þú lítur á þetta þá ertu aldrei að fara eignast besta dótið. Þú átt ekki eftir að hætta fyrr en þú kemst að því.


mbl.is Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Jóhannsson

Þetta er aðeins formáli fyrir næsta blogg þar sem ég ætla aðeins að taka fyrir tölvuleikjafíkn sem ég hef verið að lesa mig til um í nokkur ár. Ég tel mig vera nokkuð inní þessum efnum. Ég ætla að skirfa um það þegar ég hef meiri tíma.

Davíð Jóhannsson, 24.11.2007 kl. 14:01

2 identicon

þú skrifaðir: "Það sem er svo skemmtilegt við tölvufíknina er að hún spyr ekki um aldur"

Ein spurning, spyr einhver fíkn venjulega um aldur??

freyja (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 14:56

3 identicon

Sæll

Þetta er að miklu leyti rétt hjá þér með WoW. Það tekur aganlegan tíma að fá allt besta dótið sem gerir það að verkum að maður þarf að spila eins og þú segir í 1-1,5ár til að fá það.

 En það er annað sem að ég geri. Ég byrjaði reyndar ekki að spila fyrr en ég var hálfnaður í háskólanámi og er alveg á "fullu" að spila þessa daganna samhliða því að ég er að ljúka því námi. Ég hef bara klukkutíma hér og klukkutíma þar fyrir fjölskyldu lífinu sem og skólanum og öðrum tenglsum sem maður á að rækta. Ég er búinn að sætta mig við það fyrir löngu að ég mun ekki fá alla bestu hlutina. Til þess að fá þá þarf maður að hafa 3-4 tíma að minnsta kosti og helst á hverjum degi til þess að fara á afvikna staði Azteroth (held ég það sé skrifað) með öðru fólki til þess að eiga 2% líkur á að fá hlutinn sem mann langar í. Ég veit ég hef ekki þennann tíma og er þess vegna búinn að sætta mig við að ég sé ekki að fara að fá þá hluti.

En ég held samt mínu striki í leiknum geri kallanna mína betri hægt og rólega og dunda mér svona eitthvað í þessu. Ég spila frekar solo heldur en að eiga mikil samskipti við aðra. Það tekur mikinn tíma að bíða eftir öðrum og vera bara í samfloti við aðra. Ég hef kannski bara minn klukkutíma og vill ekki vera að eyða honum í að bíða eftir einhverjum öðrum.

Þá er spurningin er ég með fíkn í leikinn? Ég hugsa mikið um hann. Mig langar oft að fara í hann. Og ef ég hef frítíma þá oftar en ekki eyði ég honum í leiknum.

 Finnst þér ég vera fíkill í leikinn?

 Kveðja

WoWari 

WoWari (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 15:48

4 identicon

Hæhæ....ég er nú 31 eins árs 2 barna móðir sem spilaði þennan leik í einhver 2 ár og já þetta er fíkn ...hætti í vor og ó ég á líf...áttaði mig bara ekki á hvað þetta tók mikinn tíma frá börnunum mínum fyrr en dóttir mín fór að segja öllum , agalega glöð að mamma væri hætt að spila wow...þannig ef þú eyðir þeim frítíma í að spila sem þú hefur þá ertu kominn út í fíkn að mínu mati

kv fyrrverandi wow fíkill

fyrrverandi wow fíkill (IP-tala skráð) 24.11.2007 kl. 16:55

5 Smámynd: Davíð Jóhannsson

Sæl öll gaman að sjá fólk commenta.

Taka Freyja fyrir að benda mér á þessa línu hjá mér. Þarna fór ég ekki alveg með rétt því auðvita er rétt hjá þér að fíkn spyr ekki um aldur setningin átti að vera meira skot á að fólk veit lítið um þessa fíkn og tengir tölvuleiki venjulega við börn. Það ríkir svo mikil fáfræði þegar kemur að tölvuleikjafíkn.

WoWari það er gaman að sjá hversu reynsla þín af leiknum er lík minni reynslu. Þú lýsir þessu líka mjög vel ég prófaði þennan leik í nokkra mánuði og þá hugsaði maður um ekkert annað. Það var ekki fyrr en ég fann það að ég kæmist ekkert lengra í leiknum nema hafa meiri samskipti við aðra leikmenn leiksins og eins og þú bendir á að eyða 4-5 tímum á dag sem ég bara einfaldlega hef ekki.

Fyrrverandi wow fíkill algjör snild að þér tókst að losna og svona dæmi einsog þitt hef ég heyrt um áður þ.e. foreldrar sem spila tölvuleiki of mikið. Það er svo einfalt að týnast í þessum heimi og þegar það gerist þá hverfur tíminn með. Það mikið að börnin eru að finna fyrir því og það var aldrei ætlunin.

Ég mun koma inná þessi comment í næsta bloggi sem ég reyni að setja saman vonandi á næstu dögum. Endilega að fylgjast með því og commenta á þær skoðanir mínar sem þið eruð ekki sammála með.

Davíð Jóhannsson, 25.11.2007 kl. 01:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband