Þetta er meira "aksjón" en mótmælin

Maður spyr sig hverjum er hægt að kenna um. Svarið liggur í augum uppi okkur neytendum sem getum ekki hætt að drekkja okkur í skuldum. Við erum eins og lítil börn og seðlabanki íslands er að skamma okkur með því að hækka stýrivexti. Ég heyrði í útvarpinu í dag að þegar svona verðbólgu sprenging var síðast fyrir 20 árum þá sagði ríkisstjórnin af sér. Það væri gaman að sjá hvernig staðan væri ef við hefðum fengið vinstri græna í skipstjórastólinn. Það væri áhugavert að sjá hvort þeir hefðu geta siglt i gegnum þetta. Þótt sagan hafi kennt okkur að lítil gleði hefði fylgt því.

Ég er búinn að lesa nokkur blogg þar sem mikið er verið að tala um skemmtilegt "aksjón" sem fylgir vörubílstjóra mótmælunum. Mér fannst ekkert gaman að því nema jú þegar barnaníðungurinn (sem var handtekinn og sat inni í bretlandi sem kom í fréttum fyrir einhverjum 2 árum) var snúið niður og hantekinn í urriðaholtinu fyrir að mótmæla.

Þetta efnahag er alvöru "aksjón"

Davíð kveður.


mbl.is Verðbólgan „skelfileg"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

chelsea 5 - man utd 0

Þar sem stutt er í leikinn þá datt mér í hug að rifja upp ekki svo gömul úrslit þessara liða.


Sanngjörn úrslit

Ég er enn í sjoki.

Hef ekki öskrað eins mikið af gleði í langan tíma.

Grant kom með snildar setningu sem lýsir þessum leik algjörlega. 

,,Hann var góður, hann var óheppinn í markinu en varði vel, hann var Petr Cech," sagði Grant.

 Við tökum þetta á Stamford bridge!!!!!


mbl.is Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Apríl pókerinn.....

Síðasta föstudag var apríl pókerinn haldinn heima hjá Hirti. Þeir sem mætu voru Ásgeir, Dæi, Ég, Eggert, Garðar, Pálmi, Hjörtur, Ómar. Ég, Ásgeir og Eggert mætum 5 mínútum í 8 heim til hjartar en það var engin heima og mæting var klukkan 8. Hann svaraði ekki í síman þannig að ég prófaði bara að opna heima hjá honum og það tókst. Þannig að við setumst niður og bjuggumst við að hann væri bara útí búð. Ég náði svo sambandi við drengin og þá var hann í mat og sagði okkur bara að koma okkur vel fyrir. Síðan voru allir komnir um korter yfir níu nema húsráðandinn sem lét sjá sig hálf níu saddur og sáttur. Fyrra spilið var helvíti skemmtilegt þar sem ég fékk fjórum sinnum KK á hendi vann á það þrisvar. Spilið byrjaði þannig að ég tók chip leaderinn frekkar snemma og var að detta á mjög fín spil í byrjun. Þeir sem mætu mér voru aðalega Ásgeir, Pálmi og Eggert. Lítið gerðist hjá hinum fyrstu spilin. Það var svo hann Hjörtur sem datt út fyrstur þar sem í borð kom 996 og Hjörtur með 6 en einhver annar með 9. Þetta átti eftir að endurtaka sig fyrir Hjört í báðum spilum. Garðar kom seinna inní spilið og var farinn að láta finna fyrir sér. Ómar lenti í mestu leiðindum sem hægt er að lenda í að fá tvö spil á hendi sem grátbiðja um að sjá flopið og það oft í einu spili. spil eins og td. 910, J9 og Q eða K með hund með sér. Hann lenti svo aldrei á neinu í flopinu og þetta varð honum dýrkeypt endaði hann með að þurkast út. Næst var það Eggert sem fór út á móti alltof góðri hendi hjá mér ég var með röð og flush og vantaði riverinn í royal fluch sem ég hitti samt ekki á. Ég var búinn að vera með tökinn á öllum við borðið nema Pálma sem náði af mér þokkalegum skömmtum með 2 all-in. Garðar fellur út. Eftir eru Ég, Ásgeir, Dæi, Pálmi. Ég fer í all-in á móti Pálma með KK og tek hann út. Ég lendi svo stuttu seinna í all-in á móti dæa. Hann með QA ég með AK í borðið kemur A63 síðan 9 og riverinn er Q ótrúlegt. Það glæðir Dæa nýju lífi. Ég dett svo út á móti Ásgeiri. Ásgeir tekur svo Dæa út. Ásgeir vinnur dæi í öðru og ég í þriðja.

Í seinna spilinu voru færri spilarar Dæi, Eggert og Ómar slepptu því. Nýr spilari kom inn og fyrsti kvennmaðurinn Ylfa sem er kærasta Hjartar. Hún hafði ekki spilað áður og uppskar eftir því þ.e.a.s. sjötta sætið. Við fimm sem vorum eftir vorum duglegir að kaupa okkur inn og verðlauna féð fyrir seinna spilið var 2000kr meira heldur enn í fyrsta spilinu. Ásgeir var fimmti til að detta út og fyrsti maðurinn til að taka chip leader. Ég var að lenda í vandræðum var dottinn út en vildi ekki kaupa mig inn. Síðan snérist mér hugur og ég fór aftur inn þótt heppnin væri ekki hlið holl mér. Það var eitthvað að gerast þegar ég kom aftur og fyrr en varir var ég kominn með chip leader. Síðan lenti ég í því sama og Ómar og hætti alveg að hittaa á mín spil í flopinu þetta hleypti Garðari og Pálma framúr mér. Hjörtur datt út. Við vorum þrír og blindan nokkuð há ég var ekki að hitta á neit í flopinu. Ég fæ svo tvo 44 á hendi og Pálmi eltir mig í flopið þar fæ ég 256 vantar bara 3 í röð og þar sem Pálmi var að elta mig er hann kannski með high cards tvö þannig að ég ákvað að leggja mig all-in þar sem blindan var orðin nokkuð há og ég laggði vel undir í byrjun. Ég treysti að Pálmi sé með tvö mannspil en það má ekki vera par. Líkurnar ef hann er ekki með par á hendi og ég er í þessari stöðu eru samt bara 50% líkur að ég vinni aukast líkurnar ef hann er ekki með 5 eða 6 sem ég er að stíla á. Viti menn QQ á hendi og ég er ekki í góðum málum. Ég hitt auðvita ekki 3 eða 4 þannig að ég dett út og þá eru Garðar og Pálmi eftir Garðar að sína nýtt eðli maðurinn að gera harða atlögu að toppnum. Pálmi einginn nýgræðingur í úrslitum. Pálmi er með þokkalega yfirburði. Það kemur all-in mjög fljót og Garðar er með K6 og málim með A3 flopið er K46 turnið 10 og river J. Garðar er þá kominn rétt fyrir ofan Pálma. Þeir spila í nokkra stund og þá kemur aftur all-in Pálmi með A5 og Garðar með Q10 flopið er AJ6 turnið er 10 riverinn er Q þannig að Garðar tekur þetta með tvö pör. Pálmi grét þarna smá því hann rétt datt út. og í bæði skiptinn var hann með betri hendi í byrjun svona getur þetta nú stundum verið.

 Staðan er þannig að:

Ómar      14000

Garðar      9000

Davíð        8000

Kellinn kveður....


Algjör snild

Þrátt fyrir þetta flotta framtak þá er allt krökkt af bílum á götum borgarinnar. Maður getur nú ekki ímyndað sér ástandið sem væri ef þetta hefði ekki verið gert.
mbl.is Farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er furðulegt

Þetta hljómar eins og einhver gáta............


mbl.is Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfið helgi...

Jæja á föstudeginum síðasta fór ég uppí vinnu um kvöldið að spila/kenna póker þar sem aðeins þrír höfðu spilað texas holdem af 12 manns en sumir spiluði venjulegan í den. Það var skemmtileg tilbreytting að spila við nýjan hóp og svona stóran. Spilað var á tveim 6 manna borðum og eftir að 4 höfðu dottið út þá var smá pássa og set svo saman í úrslitaborð. Þá féll maður út næstum í hverjum leik þar til þeir voru fjórir eftir. Á einhvern undarlegan hátt þá voru þeir sem duttu fyrstir út komnir að spila fyrir þá sem voru komnir svona langt. Það voru líka þeir sömu sem duttu aftur út. Ég og Bjarni vorum í lokinn og endaði ég með að taka þetta. Það var auðvita gaman að spila við þessa menn en þar sem þetta eru allir naglar í verktakabransanum þá var vandamálið kannski það að þeir neituðu að folda/pakka það var farið alla leið í hverju spili. Þarna var drukkið annað en í mánaðarlega pókernum sem ég spila. Það var dælt staupi, wiskíi, vodka og bjór á liðið. Sögumaður sem á enn erfitt með að neita fríu og getur ekki neitað þegar glasið hans hefur verið fyllt lenti illa í því. Menn fóru að týnast út þegar pókernum lauk en það voru svo fjórir piltar sem kíktu í bæinn og var ég einn af þeim þótt það hafi aldrei verið markmiðið.

Ég er búinn að liggja í einhverju móki alla helgina eftir þetta. Reyna að gera eitthvað uppbyggilegt eins og að læra eitthvað eftir þessa vitleysu. Ég verð svo að fara að passa mig........

Þetta fór eitthvað að batna þegar chelsea sigraði man city og man utd. gerðu jafntefli við boro. Það er greinilegt að liðið er mölbrotið eftir að vidic meiddist og núna gæti leikurinn gegn Roma orðið vessen þar sem ferdinand mun örugglega ekki spila.

Áfram Chelsea.


Páskahelgin - Það sem var ekki póker..

Jæja það var ekki bara spilaður póker. Við Þóra kíktum í bústað(móakotið) á fimmtudeginum og þar var þeman mikil afslöppun. Á föstudeginum fór Þóra að vinna þannig að ég kíkti bara í bæjinn chillaði í seiðakvíslinni þar sem ég fékk kalkún ég fór svo um 11 leytið að sækja þóru í Gímsnesið og við kíktum aftur í móakotið. Við fengum svo heimsókn á laugardeginum þau Diddi,tengdó og heyrnalaus slóvaki sem ég man ekki hvað heitir Jouko eitthvað í þá áttina. Við gáfum þeim grillað páska lamb að eta svo um kvöldið fóru þau aftur í bæinn. Sunnudagurinn var snild því ég tók afruglarann minn til að horfa á super sunday. Ég lá uppí sófa að horfa á Manchester(Wankers) sigra Liverpool(Úlpurnar) síðan kom aðal leikurinn Arsenal(Wangers..) og Chelsea(Simply the best). Ég á það til að drekka mikið kaffi þegar ég er stressaður sem er ekki sniðugt því ég var orðin alltof tjúnaður þegar Arsenal skoraði fyrsta markið þá byrjaði ég að hugsa hvað ég ætti að segja við alla manu vini mína en svo skoraði afríku yndið drogba 1-1 og ég öskraði eins og geðsjúklingur. Síðan þegar hann skoraði 2-1 þá veit ég ekki hvað kom yfir mig ég hljóp um allt eins og óður maður. Svo þegar dómarinn flautaði þá festust báðar hendurnar beint uppí loft næsta hálftíman gleðin var gríðarleg. Chelsea eiga nokkra erfiða leiki eftir eins og t.d. man city :). Eftir leikinn kíktum við Þóra á Gullfoss alveg ótrúlegur í sinni vetrardýrð.

Núna er maður kominn aftur í bæinn og þarf að skila feitu hermunarverkefni fyrir mánudaginn.


Páskahelgin - Pókerinn

Það var nóg að gera um páskahelgina. Á miðvikudeginum var óvæntur póker sem spratt útfrá leik Chelsea og Tottenham. Þeir sem spiluðu voru: Ég , Gummi, Garðar, Hjörtur, Pálmi, Ásgeir og Eggert þ.e. sjö kvikindi. Það voru spiluð tvö mót sem voru skírð PT (páska tournement) og geta sigurvegararnir kallað sig PT champions ekki amalegur titill. Í fyrra spilinu lenti Ásgeir í því að taka fyrstur afgerandi chip-leader Það var svo Ásgeir sem féll fyrstur út og keypti sig aftur inn. Áfram heldur bölvunin með chipleaderinn. Því næst dett ég út og kaupi mig aftur inn. Hér ætla ég að lýsa atburðar rás sem varð uppi í þessu spili um þetta leyti. Menn fengu spilin sín tvö og lítið að gerast það er fold og check til skiptis síðan kemur Hjörtur stóriblindur og hækkar með dágóðan slatta. Það er fold fram að Ásgeiri sem er alltaf til að spila restin foldar. Upp kemur flopið KK8 Hjörtur er allin á sömu sekúndu og spilin detta á borðið Ásgeir hugsar sig aðeins um því hann er með 8 á hendi hann ákveður að sleppa þessu og Hjörtur verður fölur og kastar spilunum sínum niður og það er KK þ.e. fjórir K í flopinu þetta var dæmi um mann með of brátt all-in hefði einfaldlega geta fengið Ásgeir inn. Ásgeir dettur út á móti Garðari sem er byrjaður að hala in chipum. Hann er á þeim tímapunkti sem við erum sex með tvöfalt andvirði allra annara samanlagt á borðinu. Ég dett út á móti Eggerti eins og svo oft áður á hærri lit á hendi ég með J hann með A. Því næst tekur Garðar Gumma út með að fá A á river. Pálmi dettur út á móti Hirti og þá eru þeir Þrír Garðar, Hjörtur og Eggert. Það líða tíu mínútur og þeir eru allir all-in Garðar chip-leader Hjörtur annar og Eggert þriðji. Garðar með QK Hjörtur með AJ og Eggert með A6 í flopinu kemur 108Q Garðar með þetta turnið er 5 og river 2 Garðar tekur báða út og Hjörtur annar á kickernum. Garðar að vinna sitt fyrsta mót

Seinna spilið fór strax í gang og allir þeir sömu með Þar var það ég sem tók chip-leaderinn fyrstur sem mér leyst ekkert á. Garðar dettur út og ákveður að kaupa sig inn til að vera wild card sem hann svo gerir og er alltaf all-in Hjörtur fer í eitt spilið og lendir í því að vera með miklu betri spil en Garðar fær betri spil í borðið og tekur hann út. Hjörtur kaupir sig inn.   Ég dett út og enn sannast það að ekki er gott að taka fyrstur chip-leader. Ég hef ekki áhuga á að kaupa mig inn en það líða nokrar sekúndur og ég geri mér grein fyrir að það eru fimm menn að spila póker heima hjá mér og ég get lítið annað gert :) og kaupi mig aftur inn.Garðar dettur út á móti Gumma sem er orðin rosalega stór eftir að hafa verið búinn að sannfæra sig um að hann þyrfti fljóttlega að kaupa sig inn. Ásgeir dettur út. Þeir sem eru eftir eru Davíð, Gummi, Pálmi, Hjörtur og Eggert. Þá fæ ég spilin 1010 á hendi. Ég legg smá undir Hjörtur er all-in með lítin stafla og Eggert eltir aðrir folda. Flopið er 68A tvö hjörtu Eggert checkar og ég checka ( vildi bara checka Hjört úr spilinu) turnið er 10 Eggert checkar og get ekki gert það og legg slatta undir Eggert sér það. Riverinn er 10 í hjarta og þrjú Hjörtu í borði. Hér er ég að hugsa hversu hátt get ég bettað fékk hann litinn er hann með ekkert. Eggert raisar frekkar mikið og ég get einfaldlega farið all-in sem hann fylgir hann er með A eins og svo oft áður Ég sýni tíurnar mínar með bros á vör. Eggert er enn í þessu en Hjörtur er úti. Pálmi tekur Eggert út. Við erum þá Þrír Gummi, Ég og Pálmi. Tveir búnir að vinna mót áður og einn sem var að komast í fyrsta skipti í topp þrír á árinu og er með þokkalagan chip stafla. Þetta byrjar hægt litlir pott að kastast á milli ég fæ 9A og í borðinu er 7610 ég reisa þokkalega til að stela blindunum og Pálmi foldar Gummi með innsæ frá hálvíti sér mig með 63 á hendi í turninu kemur 7 og ég er all-in og Gummi sér það ótrúlegt innsæi. Riverinn er A og ég í þokkalegum málum. Pálmi er með lítið að chipum og sínir Hirti spilin sín og spyr á ég að fara all-in á þetta og Hjörtur kinkar kolli ég fer í hann með QQ hann er með AQ í laufi það koma tómir hundar í borði og svo riverinn sem er K ekkert sem koma okkar spilum við og þá vor þeir tveir með svipaðan stappla. Þá er komið að fáránlegustu atburðar rás sem ég hef lent í ég fæ 83 í fyrsta spili og þarf að folda í næsta fæ ég 79 og Gummi foldar síðan koma sex spila þar sem ég fæ 83 þrisvar fæ svo 92 104 74 Gummi sagði mér að hann hafi fengið AA 88 og önnur ágætis spil. Síðan fæ ég fyrsta mannspilið J9 og hækka Gummi fer all-in ég var orðin svo pirraður á þessari óheppni að ég hugsaði ég verð heppinn og svara því all-in og viti menn Gummi með KK spaði og lauf. Í borðið kemur JKQ og Gummi verður trylltur turnið er 10 og ég kvísla "ég er með röð" og stekk svo upp alveg sturlaður af gleði. Gummi sest niður ekki alveg nógu sáttur. Þá er rýnt í stöðuna í borðinu eru þrír spaðar og gummi með einn spaða á hendi Þannig að hvaða A sem er er split pott JKQ10 er fullt hús fyrir Gumma og allir spaðar gefa honum sigurinn þannig líkurnar eru þokkalega eða 35% að hann sigri Riverinn er svo J Gummi með fullt hús. Dramatískasti endir til þessa. Gummi var heppinn að fá svona góð spila í heads-on og að segja all-in því ég fór að halda að hann ætlaði bara að gera þetta og beið ég bara eftir spilum til að svara því. Þegar ég svo fæ einhver spil þá er það pirringurinn og vanmatið sem varð mér að falli.

Til hammingju með sigurinn Gummi og Garðar núna eru þið komnir á blað. Staðan er núna þannig

1. Ómar     15000

2. Davíð     13000

3. Gummi   4000

Langar líka að segja svona í lokinn að hæfileikar í póker eru ekki mældir í fornri frægð eða einu skipti. Þar sem heppni er alltaf til staðar og óheppni líka þá þarf að mæla hæfileikana yfir langan tíma og það er það sem við erum að gera með póker skjalinu. Það þurfa allir að virða póker skjalið og samþykja það sem á því stendur...........


Spennan magnast!!

Loksins er eitthvað í fréttum sem vekur áhuga minn. Nenni ekki að hlusta endalaust á fréttir af ummæli fólks um annað fólk loksins alvöru "action". Eitthvað sem hefur áhrifa á alla og snertir alla. Allar þessar nöldur fréttir hafa gert það að verkum að ég er sjálfur farinn að nöldra yfir ótrúlegustu hlutum. Þegar ég var ungur var mér kennt umburðarlyndi og hef ég alla tíð lifað þannig. Núna er ég farinn að standa mig af því að kvarta í sjálfum og öðrum við minnsta tilefni. Ég hef ákveðið að bæta mig í þessu og koma mér aftur á rétt ról og ekki fylgja þessari nýju íslensku tískubólu.

Fólk hefur kannski tekið eftir því að ég hef gríðarlegan áhuga á ríku fólki og er fljóttur að verja það ef fólk er að kvarta yfir því líkt og er að gerast í þessari tískubólu. Því ef ég fer inn á annað áhuga svið mitt þá hefur verið gerð rannsókn meðal fólks að manneskjan hefur mun meiri áhuga á að vera með 200.000 kr. í laun ef það veit af því að nágranninn sé með 150.000 kr. en það hefur minni áhuga á að hafa 300.000 kr. ef það veit að nágranninn er með 350.000 kr.. Við erum ótrúlega furðulegar skepnur.

Alltaf er ég að fara út fyrir efnið eða hvað.....

Það hefur undarleg gleði fylgt þessum sorgar fréttum að krónan sé að taka væna dífu. Fólk hugsar fyrst til ríka fólksins og hvað það sé að tapa miklu sem veitir því ánægju sem er það mikil að það yfir stígur gremjuna að bensín verð hækkar í nær beinu hlutfalli við gengið og að matvælaverð fari að hækka. Gaman að það geti glatt marga og minna verður að nöldur fréttum. Þannig að ólán ríka fólksins er að gera frétta tímann minn skemmtilegri.  

Þannig að á vissanhátt hátt er ég kominn í hóp glaða fólksins samt á öðrum forsendum. 


mbl.is Bandaríkjadalur stendur í 78,20 krónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband