17.12.2007 | 11:03
Va va ví vav
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.12.2007 | 16:27
Styttist........
Jæja það styttist í allt.
Bara tvö próf eftir 18. des og svo 21.des. Prófin búinn
Bara tveir dagar í afmælið mitt 17.des. Ég verð 24 ára.
Bara 9 dagar til jóla. Jesús hefði verið að halda uppá 2007 ára afmælið sitt ef hann hefði verið lifandi.
Bara 16 dagar í nýtt ár. 2007 líkur og 2008 tekur við.
Er hægt að vera eitthvað annað en spenntur.
p.s. linkurinn á færslunni á undan á að virka núna.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.12.2007 | 11:20
Það er eitt að vera óheppinn en að vera ÓHEPPINN!
Ég las á www.fotbolti.net áðan að Grant stjóri Chelsea sagði að leikurinn á móti valencia átti að fara 5-0 að minnsta kosti fyrir Chelsea. Leikurinn fór 0-0 þannig að ég varð að kanna hvers konar tegund af steik maðurinn væri. Ég fann highlights úr leiknum og það má með sanni segja að 0-0 eru rosalega svekkjandi úrslit linkurinn er hér http://www.youtube.com/watch?v=WYmPJrqM-24&feature=related
Blue is our color football is our game!!!!
The one kveður
Bloggar | Breytt 15.12.2007 kl. 16:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 21:54
Prófa vessen
Stærðfræðigreining 3B þriðjudagur 11. des 9:00-12:00
Aflfræði Miðvikudagur 12.des 13:30-16:30
Aðferðagreining Fimmtudagur 13.des 13:30-16:30
Örtölvu og mælitækni Þriðjudagur 18. des 9:00-12:00
Efnisfræði Föstudagur 21.des 13:30-16:30
Jæja eitt próf búið 4 eftir, mér gekk ágætlega í fyrsta prófinu. Aflfræðin er dauðaprófið restin á að vera nokkuð öruggt. Ef maður klikkar í aflfræðinni þá bara taka hana upp í janúar.
Prófi kveður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2007 | 11:04
Ég óska eftir ofni!!!!
Sæl öll ég fékk þetta bréf sent á hi-mailið mitt.
Hi,
My name is Valentin. I have 25 years and I am student. I live with my mother in
small Russian town. My mother have problem with eyes and can not see.
I work very hard to buy things of primary necessities for us, but my salary is very
small.
During last months prices for gas, oil and electricity became very high and we can
not use it to heat our home anymore. The winter coming and weather very cold here
already. We do not know what to do and we very afraid.
The only way for us of heating our home is to use portable wood burning stove which
give heat with burning wood. We have many wood in our region, therefore this stove
will heat our home all winter for minimal charges. But we cannot buy this stove in
our local market because my salary is very small.
Thanks to free internet in our library and library computer I finded several
addreses and decided to ask for help.
May be you have any old portable stove which you don't use any more, I will be very
grateful to you if you donate it for us and organize delivery its to our address.
Please let me know if you can help and I will give you our address.
I wish to you Merry Christmas and Happy New Year. I wish that New Year bring you
hapiness, good health and all your dreams come true.
Valentin.
Russia.
Áhugasamir geta sent póst á valyav@mailrus.ru
Ég datt inná umræðusíðu þar sem verið er að ræða hvort þetta sé eitthvað scam. Ég rakst svo á linkinn hér fyrir neðan sem gerir þetta bara fyndið.
http://www.snopes.com/inboxer/scams/valentin.asp
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2007 | 12:48
Tölvuleikjafíkn seinni hluti
Það sem mér finnst svo skrítið í samfélaginu er fáfræðin í fólki um þetta málefni. Maður sem spilar mikið tölvuleiki er titlaður nörd og búið, það er aldrei verið að spyrja sig afhverju er þessi maður að spila svona mikið. Ég get kannski varpað smá ljósi á það.
Það er búið að rannsaka það að fólk með athyglisbrest getur haldið athygli yir tölvuskjá og það er einfaldlega vegna þess að það er svo mikið áreiti sem heldur fólki við skjáinn. Þetta áreiti er bara upplýsingar sem tölvuleikurinn getur sent spilaranum. Upplýsingaflæðið er margfalt meira en hægt er að veita einhverjum nema einstaklingur upplifi þær upplýsingar sem er verið að veita honum. Það er einmitt það sem tölvuleikir gera. Því meira ímyndunarafl sem spilarinn hefur því meira getur hann lifað sig inn í upplifununa. Ég benti líka á í blogginu "þetta er samt stórhættuleg fíkn" að framfarirnar í grafík og spilun séu orðnar svo gríðarlegar að Ímyndunarafið þarf ekki að taka þátt eins og áður. Þetta gerir það að verkum að fleiri geta tekið þátt í tölvuleikjum og einfaldlega lifa sig inní þá. Það hafa flestir séð hversu ótrúleg nútímagrafík er orðin. Þeir sem hafa ekki spilað tölvuleiki vita ekki hversu mikið nútímaspilun hefur uppá að bjóða. Í tölvugreind í dag er búið að líkja mjög við raunverulegri greind. Þannig að tölvuleikir eru að verða raunverulegir hversu skrítið sem það má hljóma.
Ég er kannski búinn að fjalla um afhverju fólk er að spila þessa tölvuleiki en þetta eitt er ekki nóg til að gerast fíkill. Flestir sem spila tölvuleiki 5-8 tíma á dag segja að þeir geri það vegna þess að það er skemtilegt. Ég efa ekki að það sé gaman en ég tel að það sé meira en að fólk sé að leita í tölvuleiki til að skemmta sér eða lifta sér upp. Ég tel að það sé meira tegt því að fíkillinn vill vera einstaklingurin sem hann er að spila. Vegna þess hvað tölvuleikirnir eru duglegir að endurspegla raunveruleika er mjög létt að fyrir hvern sem er að týnast í heimi tölvuleikja. Gefum sem dæmi að í raunveruleikanum sért þú 25 ára karlmaður sem vinnur frá 8-17 og leigir íbúð og borgar reininga. Hver dagur er eins og við þekkjum það grár hversdagsleikinn. Hvernig væri lífið okkar ef við værum að drepa dreka hvern þriðjudag og tröll á miðvikudögum bjarga prinsessum á mánudögum bjarga svo heiminum á fimmtudögum. Þetta væri ekki leiðinlegt líf. Þetta er einmitt það sem þessi 25 ára tölvufíkill upplifir á hverri viku. Segjum sem svo að hann eigi karl í World of Warcraft sem heitir Max Fightmaster ekki svo amalegt nafn. Í leiknum er hann 2 metrar á hæð og tekur einfaldlega 200 kg í bekkbressu. Hann á stæðsta sverð í leiknum og flestir sem spila með honum öfunda hann fyrir það. Hann á líka ótrúlega góða brynju og skjöld. Þegar hann gengur um stórborgir leiksins þá hneigja sig allir sem sjá hann því hann hefur drepið flest skrímslinn í leiknum. Í leiknum er hann elskaður og dáður en í raunveruleikanum er hann bara Jón Jónsson. Það er svo einfalt í tölvuleikjunum þar sem þú getur verið hver sem er og aðeins er nóg að spila leikinn nógu mikið til að verða bestur. Í raunveruleikanum er það næstum ómögulegt að ná sömu hæðum og í leiknum.
Þannig það er einfalt að vera eitthvað í tölvuleik en það er erfiðara í raunveruleikanum. Það er líka hægt að kaupa sér virðingu annara í tölvuleiknum. Þú kaupir þér bara gjaldmiðil tölvuleiksins með alvöru peningum og kaupir þér svo allt flotta og töff dótið. Ég hef svo heyrt af kvennfólki sem verður heltekið af mönnunum með flotta og töff dótið. Já, ég er að tala um að það sé til kvennfólk sem metur einstaklinginn á stöðu hans í tölvuleik en stöðu hans í raunveruleikanum.
Ég ætla að enda þetta hér og ég er að fara í prófa stúss og mun örugglega ekki blogga meira framm að jólum en að er aldrei að vita.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2007 | 23:01
Tölvuleikjafíkn Fyrri hluti.
Eins og ég var búinn að skrifa þá ætlaði ég að rita mínar skoðanir á þessu máli.
Það er erfitt að finna hvar á að byrja en kennski best að skrifa niður meigin greiningarþættina:
1. Þrálát hugsun um tölvuleiki eða hvernig á að spila þá.
2. Þegar leitað er í tölvileiki til að forðast vandamál eða vont skap.
3. Þörf á að auka tíma í tölvuleiki til að fá ánæjuna (gera minna úr afköstum sem maður nær á einhverjum tíma sem maður gerði ekki áður).
4. Vanhæfni til að stjórn, stoppa eða minnka spilunina.
5. Eirðarleysi eða skapstyggð þegar eitthvað er að hindra þig í að spila.
6. Að ljúga að vinum eða fjölskyldu um magn þátttöku í spilun á tölvuleikjum.
7. Að framkvæma eitthvað ólöglegt til að halda áfram að spila.
8. Að treysta á aðra til að fjármagna spilunina.
Þessir átta hlutir eru ekki frá mér heldur er þetta það sem fræðimenn hafa tekið saman og þú telst vera fíkill ef þú uppfyllir 5 eða fleiri. Sjálfur var ég á sínum tíma að uppfylla 4 af 8 það er atriði 1,2,5 og 6.
Það er erfitt að sjá fyrir sér nokkur af þessum atriðum ef hugsað er til kapalsins solitier eða windows leiksins hearts. Hversu ótrúlegt sem það má vera þá er hægt að vera háður öllum leikjum. Það sem hefur samt komið í ljós er að léttast er að vera háður MMORPG (massive multiplayer on-line role-playing games). Þetta eru leikir á borð við World of Warcraft, EVE-online,Lord of the rings online, Everquest o.s.frv.
MMORPG leikir eru leikir þar sem spilarinn fer í hlutverk einnar persónu í risastórum heimi. Persónan sem spilarinn spilar getur svo þjálfað sig upp til að verða betri og er það gert með því að spila leikinn. Þannig að þér er verðlaunað fyrir að spila leikinn. Undartekning af þessu er þó EVE-online Þar þjálfast persónurnar burt séð hvort spilarinn er í leiknum eður ei. Það sem flestir af þessum leikjum hafa sameiginlegt er að það kostar að spila leikina og þú borgar áskrift. Áskriftin getur verið frá 500kr á mánuði og uppí 2000kr. Það eru þó til leikir sem hafa hluta leiksins frítt t.d. runescape. Í Runescape er hægt að spila 1/8 af veröld leiksins og persónan getur ekki náð sömu hæðum og ef spilarinn myndi borga áskrift. Þótt þessar upphæðir séu ekki miklar þá geta þær orðið miklu hærri ef spilunin tekur að aukast. Áskriftin sem ég talaði um hér fyrir ofan er fyrir eina persónu í MMORPG heiminum margir af þeim sem spila mikið vilja vera með fleiri. Það er algengt að fólk sé með 3-5 áskriftir sem er þá 6-10 þúsund á mánuði eða 72-120 þúsund á ári sem eru útborguð laun margra á Íslandi. Ef spilunin eykst meira þá gæti farið að þí viljir stytta þér tímann í leiknum saman ber lið 3. og farir að versla þér vörur eða gjaldmiðil innan leiksins með alvöru peningum. Þá eru enginn takmörk fyrir hvað hægt er að eyða miklum pening.
Í dag eru skráð 3 dauðsföll í heiminum sem er hægt að tengja beint við of mikla spilun á tölvuleikjum. Í Suður Kóreu dó maður að nafni Lee Seung Seop þegar hann hafði spilað leikinn Starcraft í yfir 50 klukkutíma. Í Kína lést Xu Yan eftir að hafa spilað net leiki í 15 daga. Síðan var það 30-tugur maður í Kína sem lést eftir að hafa spilað 3 daga í röð. Í Suður Kóreu og Kína eru mörg meðferðarheimili fyrir tölvuleikjafíkla. Í Júní í fyrra var opnað fyrsta meðferðarheimilið í Evrópu og er það í Amsterdam. Í Bandaríkjunum og Kanada eru örfá heimili. On-Line Gamers Anonymous hefur verið til í mörg ár og notast við skrefin 12 til að hjálpa fíklum.
Ég verð að bíða þar til seinna með að segja afhverju fólk er að þessu og hvernig er hægt að vera fíkill.
Bloggar | Breytt 28.11.2007 kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2007 | 13:13
Þetta er samt stórhættuleg fíkn
Eins og svo margir þá var ég mikið í tölvum á mínum yngri árum. Maður spilaði tölvuleiki 5-7 tíma á dag og stundum meira um helgar. Fíknin kemur upp þegar manni leiðist en það drepst í henni um leið og maður finnur sér eitthvað að gera. Það sem er svo skemmtilegt við tölvufíknina er að hún spyr ekki um aldur. Það er svo mikið af fólki sem heldur að þetta tengist bara krökkum en ástæðan fyrir því er auðvita sú að þau hafa svo mikin tíma og ekkert fyrir stafni. Meðan ábyrgð sest á mann með aldrinum og þroskin til að forgangsraða gera það að verkum að maður hættir. Það er í menntaskóla sem flestir hætta þó ekki allir og það er kannski pressan að vera töff sem fær þig til að hætta.
Í dag er þetta allt öðru vísi en þegar ég var ungur. Það voru ekki svo margir í tölvum eins og í dag. Í grunnskólum í dag ertu bara asnalegur ef þú átt ekki einhvern kall í World of Warcraft eða ert ekki góður í counter strike. Ég held að ástæðan sé kannski grafíkin í dag sem er það góð að það þarf ekki eins mikið ímyndunaraf. Með tilkomu adsl þá komu allir netleikirnir. Þá ertu að spila við Pétur og Pál út í bæ í staðinn fyrir tölvuna sem gerir þetta en þá raunverulegra.
Ég man vel eftir hvað faðir minn fannst þetta asnalegt eins og svo mörgum en svo kynntist hann leik sem ég var að spila sem heitir civilization þar sem þú velur þjóð í sögunni og byrjar á steinöld og endar með að skjóta geimflög út í geim. Hann varð dálítið heltekin af þessum leik og man ég eftir því þegar hann hringdi í mig og spurði hvernig hann á að finna uppá knörr því ættbálkurinn hans var fastur á eyju og vildi byggja borgir á nærliggjandi eyjum. Ég var 12ára þegar þetta var. Það sem ég man best úr þessu og Bjössi félagi minn var að pabbi tók sér til og þýddi leikinn á íslensku svo ég gæti skilið hvað væri að gerast. Mamma mín fékk smá fíkn í kapal eins og svo margar mæður.
Ég er alltaf að segja hvað mér finnst World of Warcraft kjánalegur leikur. Allt konseftið byggist á fíkn. Til að kallinn þinn í leiknum verði með allt besta dótið þarft þú að spila leikinn í 1-1,5 ár fer allt eftir því hversu heppinn þú ert. Það skemmtilegast er svo það að leikurinn er uppfærður á 1-1,5 ára fresti þannig að það er alltaf komið betra dót sem þú getur fengið og alltaf tekur það 1-1,5 ár að fá allt. Hvernig sem þú lítur á þetta þá ertu aldrei að fara eignast besta dótið. Þú átt ekki eftir að hætta fyrr en þú kemst að því.
Sonurinn flúði úr heimi fíkniefna í heim tölvuleikja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
22.11.2007 | 18:25
Hvað er bestun?
Sæl
Mig langar að taka fyrir aðferð sem 10% af öllum tölvum í bandaríkjunum eru að reikna allan daginn. Auðvita eru þau að takast á við erfiðari verkefni en það sem ég ætla að vera með.
Bestun er notuð í hagfræðinni til að hámarka eitthvað hvort það sé framleiðsla á vöru eða það sem bestun er lang oftast notuð í að hámarka hagnað.
Ef við tökum fyrir dæmi:
Partý er að klárast með 30 manns allir eru ða fara í bæinn. Það er hægt að panta 5 fimm manna bíla og 8 fjögramanna bíla. Ferðin með 5 manna bílnum kostar 1100kr en 890kr í 4 manna bílnum. Við getum reiknað út úr þessu hver er ódýrasta leiðin.
Ef við segjum að 5 manna bílarnir séu X og 4 manna bílarnir Y. Þá hefum við eftir taldar skorður
X ≤ 5 fjöldin á X má mest fara í 5 því það eru aðeins til 5 bílar
Y ≤ 8 fjöldin á Y má mest fara í 8 því það eru aðeins til 8 bílar
X*5 + Y*4 ≥ 30 Hérna setjum við skilyrði fyrir því að bílarnir verða að vera nógu margir til að allir komist niður í bæ
Z = X*1100kr + Y*890kr Z er heildarkostnaðurinn.
Eins og við sjáum á þessum skorðum getur Z verið heill hellingur. Venjulega notum við tölvur til að reikna þetta fyrir okkur en þetta er ekki svo erfitt dæmi þannig það er hægt að reikna í huganum.
EF við setjum X=5 og Y=2 þá fáum við far fyrir 33 og Z verður 7280kr
Ef við setjum X=4 og Y=3 þá fáum við far fyrir 32 og Z verður 7070kr
Ef við setjum X=3 og Y=4 þá fáum við far fyrir 31 og Z verður 6860kr
Ef við setjum X=2 og Y=5 þá fáum við far fyrir 30 og Z verður 6650kr
Ef við setjum X=1 og Y=7 þá fáum við far fyrir 33 og Z verður 7330kr
Ef við setjum X=0 og Y=8 þá fáum við far fyrir 32 og Z verður 7120kr
Þannig að besta launin væri 2 5manna og 5 4manna því þá væri kostnaðurinn 6650kr.
10% af tölvum bandaríkjanna reikna heldur flóknari verk þar sem skorðurnar geta verið hundruðir og breytturnar (X,Y,........) heill hellingur líka.
Jæja vonandi lærði einhver á þessu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)